Borgin gefur grænt ljós á flugskýli

Núverandi flugskýli Landhelgisgæslunnar er að stofni til frá árinu 1943. Núverandi flugskýli Landhelgisgæslunnar er að stofni til frá árinu 1943. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í um­sókn fé­lags­ins Örygg­is­fjar­skipta ehf. um leyfi til að byggja nýtt flug­skýli á Reykja­vík­ur­flug­velli fyr­ir björg­un­arþyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Eins og fram hef­ur komið rúm­ar nú­ver­andi flug­skýli ekki flug­flota Gæsl­unn­ar, þ.e. þrjár björg­un­arþyrl­ur og flug­vél. Skýlið er að stofni til frá ár­inu 1943 og að mörgu leyti úr­elt. Hinn 16. júní sl.… Continue reading Borgin gefur grænt ljós á flugskýli

Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs

Svona mun flugstöðin líta út gangi áætlanir Air Iceland Connect eftir. Mynd: Air Iceland Connect

Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar sem á að færa hana í nútímalegra horf. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri og sér framkvæmdastjóri Air Iceland Connect framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar en þar. Núverandi hönnun flugstöðvarinnar er mörkuð af þeim miklu deilum sem hafa staðið um… Continue reading Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs

Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði

Svæðið liggur að núverandi byggð í Skerjafirði og afmarkast af götunni Skeljanesi til vesturs en af öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar til norðurs og austurs. Mynd/Reykjavíkurborg

Gert er ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði í tillögu að rammaskipulagi sem borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku. Þá er gert ráð fyrir nýjum skóla í hverfinu, verslun og þjónustu. Einnig er hugsað fyrir tengingu hverfisins við „áframhaldandi uppbyggingu í Vatnsmýri þegar flugvöllurinn víkur þaðan.“ Þetta kemur fram í frétt á vef… Continue reading Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði

Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni

.

Helstu flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Talsmanni Air Iceland finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en talsmanni Flugfélagsins Ernis finnst þetta óraunhæft. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Starfshópur á vegum samgönguráðherra hvetur til þess að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð sem fyrst með það í huga að þar verði bæði innanlands-… Continue reading Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

Svæðið sem um ræðir er í eigu rík­is­ins. Það er við flug­völl­in í Vatns­mýr­inni, skammt frá nú­ver­andi flug­stöð inn­an­lands­flugs. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík hef­ur aug­lýst til kynn­ing­ar for­sögn að deili­skipu­lagi lóðar við Þjórsár­götu í grennd við flug­völl­inn í Skerjaf­irði. Þarna er áformað að rísi íbúðar­hús. Reit­ur­inn sem um ræðir mark­ast af Þjórsár­götu, Njarðargötu, Þorra­götu og lóð Þorra­götu 6. Svæðið við Þjórsár­götu til­heyr­ir flug­vall­ar­landi í eigu rík­is­sjóðs. Árið 1999 var samþykkt deili­skipu­lag fyr­ir Reykja­vík­ur­flug­völl og var… Continue reading Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

Hægt að nýta nýju flugstöðina í annað ef flugvöllurinn fer

Mynd: Visir.is Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að ef breytingar verði gerðar á staðsetningu innanlandsflugs verði hægt að nýta nýja flugstöð sem stendur til að byggja til annars.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að ef breytingar verði gerðar á staðsetningu innanlandsflugs verði hægt að nýta nýja flugstöð sem stendur til að byggja til annars. Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að stefnt sé á að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýri á næsta ári. „Ég er búinn að segja þetta eiginlega… Continue reading Hægt að nýta nýju flugstöðina í annað ef flugvöllurinn fer

Vill heim­ila eign­ar­nám við flug­völl­inn í Reykjavík

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur lagt fram frum­varp um að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur skuli starf­rækt­ur í Vatns­mýri í Reykja­vík. Þá verði ráðherra veitt heim­ild til að taka eign­ar­námi land sem nauðsyn­legt sé til að fram­kvæma lög­in. Skjal sem sýn­ir þetta birt­ist á vef Alþing­is síðdeg­is í dag. Seg­ir í frum­varp­inu að á vell­in­um skuli enn frem­ur vera… Continue reading Vill heim­ila eign­ar­nám við flug­völl­inn í Reykjavík

Verja tugum milljóna í flugvöll í Hvassahrauni

Hvassahraun

Icelandair Group hefur sett af stað tugmilljóna vinnu við að kanna möguleikann á nýjum flugvelli í Hvassahrauni. Forstjóri fyrirtækisins segir flugvöllinn geta kostað minna en til stendur að verja í uppbyggingu í Keflavík á næstu árum. Í fyrrasumar komst nefnd sem er jafnan kennd við Rögnu Árnadóttur að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun, nærri Straumsvík, væri… Continue reading Verja tugum milljóna í flugvöll í Hvassahrauni

Tilbúinn til að skoða kosti flugvallar í Hvassahrauni

Mynd: VÍSIR/PJETUR

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni, vill að borgarstjóri beiti sér fyrir því að aðalskipulagi Reykjavíkur verði breytt þannig að flugvöllurinn í Vatnsmýri fái að vera þar fram yfir árið 2030. Draga þurfi úr þeirri óvissu sem ríkt hafi að undanförnu. „Það þarf svo bara að vinna að því að skoða hvort það sé annar… Continue reading Tilbúinn til að skoða kosti flugvallar í Hvassahrauni

Flugvallarskipulag fellt úr gildi vegna formgalla

Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað þann úrskurð upp í dag að formgalli hafi verið á málsmeðferð borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgarstjóri telur þetta engu breyta um áform borgarinnar. Það voru eigendur flugskýla í Fluggörðum sem kærðu deiliskipulagið en það fól í sér að… Continue reading Flugvallarskipulag fellt úr gildi vegna formgalla