Stóraukin sala nýrra íbúða

Mynd: Landsbankinn

Mikil uppbygging síðustu ára er farin að skila sér í aukinni sölu nýbygginga um land allt. Dýrastar eru nýjar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur en ódýrastar í Njarðvík. Athugun á gögnum í Verðsjá Þjóðskrár Íslands gefur til kynna að vel virðist ganga að selja nýjar íbúðir, en á fyrri hluta árs seldust alls 1.424 nýjar íbúðir… Continue reading Stóraukin sala nýrra íbúða

Íbúðum í byggingu fækkar um fjórðung milli ára

Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV

Um 3.523 íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 4.610 fyrir ári síðan. Íbúðum í byggingu fækkar þannig um fjórðung milli ára og hafa ekki verið færri á landsvísu í fjögur ár. Þetta kemur fram í úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem byggir á tölum Samtaka iðnaðarins. „Ástandið hefur verið frekar svart undanfarið. Það… Continue reading Íbúðum í byggingu fækkar um fjórðung milli ára

Veru­lega hæg­ir á íbúðafjár­fest­ingu

Mynd: mbl.is/​Hari

Veru­lega hef­ur hægt á íbúðafjár­fest­ingu hér á landi sam­kvæmt nýj­um töl­um frá Hag­stofu Íslands. Íbúðafjár­fest­ing dróst sam­an um 21% milli ára á öðrum árs­fjórðungi þessa árs sem er mesti sam­drátt­ur sem hef­ur mælst síðan á öðrum árs­fjórðungi árs­ins 2010. Þetta kem­ur fram í Hag­sjá Lands­bank­ans. Þar kem­ur jafn­framt fram að þetta er ann­ar árs­fjórðung­ur­inn í röð… Continue reading Veru­lega hæg­ir á íbúðafjár­fest­ingu

Húsnæði sem fólk vill ekki eða hefur ekki efni á

Mynd: Skjáskot af ruv.is

Þrátt fyrir viðvörunarorð var farið í að byggja íbúðir sem kaupendur hvorki vilja né hafa ráð á að kaupa, segir hagfræðingur. Afleiðingin er sú að það getur tekið marga mánuði að selja nýjar íbúðir. Í nýútkominni skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að húsnæðismarkaður á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni hafi almennt verið stöðugur í fyrra. Þrjár… Continue reading Húsnæði sem fólk vill ekki eða hefur ekki efni á

Sölutími nýrra íbúða ekki lengri frá 2016

Fjöldi nýrra íbúða á markaðnum hefur aukist mikið undanfarið en á sama tíma hefur meðalsölutími þeirra lengst. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Meðalsölutími annarra en nýrra íbúða í borginni hélst stöðugur 2019 meðan sölutími nýrra íbúða fór í að meðaltali 217 daga. verðhækkanir á fasteignamarkaði hafa almennt verið fremur hógværar samhliða talsverðum vexti í fjölda nýrra íbúða á árinu 2019 að því er fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, sem tekið hefur við hlutverki Íbúðalánasjóðs… Continue reading Sölutími nýrra íbúða ekki lengri frá 2016

Mest verðhækkun íbúða í Garðabæ

Mynd: Haraldur Guðjónsson

Íbúðir í miðborg Reykjavíkur ekki lengur jafnmikið dýrari en annars staðar. Nýbyggingar dýrastar í Háaleitishverfi. Þó stöðugleiki hafi verið á íbúðamarkaði höfuðborgarsvæðisins undanfarið og verðhækkanir síðasta árs sögulega litlar hefur verðþróunin verið mjög mismikil eftir hverfum. Þannig hefur íbúðaverð í Garðabæ hækkað mest, eða um tæp 7% í fyrra, meðan verðþróun í miðbænum virðist ekki… Continue reading Mest verðhækkun íbúða í Garðabæ

Söluverð fasteigna að nálgast byggingarkostnað á Austurlandi

Mynd: Austurfrett.is

Fasteignasali segir austfirskan fasteignamarkað, einkum á Fljótsdalshéraði, hafa verið óvenju líflegan það sem af er ári. Tvær vikur eru síðan flutt var inn í síðustu íbúðirnar í fjölbýlishúsinu að Miðvangi 6 í miðbæ Egilsstaða. Húsið er í daglegu tali kennt við Hlymsdali, félagsaðstöðu aldraðra sem er á neðstu hæðinni, en íbúðir í húsinu eru ætlaðar… Continue reading Söluverð fasteigna að nálgast byggingarkostnað á Austurlandi

Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna

Lauga­veg­ur 85. Eig­andi húss­ins hef­ur leigt út hótel­íbúðir. Staðsetn­ing­in hent­ar vel fyr­ir ferðaþjón­ustu. Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fimm hótel­íbúðir á Lauga­vegi 85 eru til sölu á 500 millj­ón­ir króna. Eig­andi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyr­ir 48 millj­ón­ir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Íbúðirn­ar fimm eru leigðar út af íbúðahót­eli. Þær selj­ast með inn­búi og öll­um hús­gögn­um. Á bók­un­ar­vefn­um Book­ing.com er hægt að leigja íbúð af fé­lag­inu… Continue reading Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna

Framboð nýrra íbúða bítur ekki á verðið

Mynd: mbl.is/​Golli

Hag­fræðideild Lands­bank­ans tel­ur ekki lík­legt að aukið fram­boð nýrra íbúða leiði til verðlækk­ana vegna þess að þær eru að jafnaði stærri og með hærra fer­metra­verð en eldri íbúðir. Þetta kom fram á morg­un­fundi Lands­bank­ans í dag þar sem þjóðhags­spá hag­fræðideild­ar­inn­ar var kynnt. Spáð er 19% hækk­un fast­eigna­verðs milli ár­anna 2016 og 2017 og reikn­ar hag­fræðideild­in… Continue reading Framboð nýrra íbúða bítur ekki á verðið

Fasteignaverð hefur hækkað hraðar en byggingarkostnaður á síðasta ári

Fasteignaverð hefur hækkað margfalt hraðar en byggingarkostnaður á síðustu 12 mánuðum. Byggingarvísitalan, sem segir til um kostnað við húsbyggingar, hefur einungis hækkað um 1,1% á meðan vísitala fasteignaverðs fyrir landið allt hækkaði um 24,2%. Þetta er 22 föld meiri hækkun fasteignaverðs en byggingarkostnaðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍbúðalánasjóðiÍ tilkynningunni segir Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur… Continue reading Fasteignaverð hefur hækkað hraðar en byggingarkostnaður á síðasta ári