Húsið óbyggi­legt og fram­kvæmd­ir ósamþykkt­ar

Þrír lét­ust í elds­voða á Bræðra­borg­ar­stíg 1 í byrj­un júní. Mynd: mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Húsið að Bræðra­borg­ar­stíg 1, þar sem þrír fór­ust í bruna í júní, var „óbyggi­legt frá bruna­tækni­legu sjón­ar­horni“. Þetta seg­ir í nýrri skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar um brun­ann. Megin­á­stæða þess að hann hafi verið jafn­skæður og raun­in var, hafi verið ástand húss­ins og lé­leg­ar bruna­varn­ir. Ein­angr­un húss­ins var að mestu brenn­an­leg, m.a. úr hálmi og spæn­um, sem auðveldaði út­breiðslu… Continue reading Húsið óbyggi­legt og fram­kvæmd­ir ósamþykkt­ar

Borgin ætlar ekki að bíða lengur með að rífa húsið

Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV

Ekki er óhætt að bíða lengur með að rífa húsið við Bræðraborgarstíg 1 sem brann í sumar. Þetta er mat byggingarfulltrúa borgarinnar sem segir að húsið hafi ekki verið rifið því lögregla hafi ekki svarað fyrirspurnum borgarinnar. Hann segir húsið hættulegt og óttast að það fjúki í næstu lægð. Nikulás Úlfar Másson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir… Continue reading Borgin ætlar ekki að bíða lengur með að rífa húsið

36 gáma vinnubúðir brunnu til grunna við Jökulsárlón

Mynd: Slökkvilið Hornafjarðar

Altjón varð þegar eldur kviknaði í vinnubúðum við bæinn Hnappavelli, rétt hjá Fosshóteli við Jökulsárlón síðdegis í dag. Borgþór Freysteinsson, slökkviliðsstjóri á Höfn, segir þetta hafa verið 36 gáma vinnubúðir fyrir um það bil 40 manns, og nú standi grindurnar einar eftir. Borgþór segir engan hafa verið í búðunum þegar eldurinn kom upp og að… Continue reading 36 gáma vinnubúðir brunnu til grunna við Jökulsárlón

Steypubílsþjófurinn sem var handtekinn á vettvangi bruna í síbrotagæslu

Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins á Pablo Discobar í gærkvöldi. Mynd: VÍSIR/ÞÓRIR

Karlmaður á þrítugsaldri sem var handtekinn á vettvangi bruna í Veltusundi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu í fjórar vikur. Sami maður var handtekinn fyrir að stela steypubíl og reyna að stinga lögreglu af í síðustu viku. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. apríl… Continue reading Steypubílsþjófurinn sem var handtekinn á vettvangi bruna í síbrotagæslu

Öld frá brunanum mikla í Reykjavík 25. apríl nk.

MYND/MAGNÚS ÓLAFSSON

Þann 25. apríl verður ein öld liðin frá einum mesta eldsvoða á Íslandi, brunanum mikla í miðbæ Reykjavíkur. Þá létu tveir menn lífið, tólf hús loguðu og flest brunnu til grunna. Sá bruni hafði mikil áhrif á bæjarbúa á sínum tíma, sem og á skipulagsmál bæjarins, þróun brunavarna og aðbúnað slökkviliðsins. Þetta kemur fram í… Continue reading Öld frá brunanum mikla í Reykjavík 25. apríl nk.