Dýrafjarðargöng voru opnuð í dag

Mynd: Vegagerðin.is

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra opnaði Dýrafjarðargöng í dag ásamt forstjóra Vegagerðarinnar Bergþóru Þorkelsdóttur. Opnunin var með óvenjulegu hætti vegna Covid-19 og hringdi ráðherra úr Vegagerðinni í Reykjavík vestur á Ísafjörð í vaktstöð Vegagerðarinnar. Þar lyftu menn síðan slánum upp frá báðum gangamunnum. Við munnana beið mikill fjöldi Vestfirðinga í löngu bílaröðum til að fá að… Continue reading Dýrafjarðargöng voru opnuð í dag

Dýrafjarðargöng – opnuð í dag kl 14

Dýrafjarðargöng. Mynd: BB.is

Í dag kl. 14:00 verður formleg vígsla á Dýrafjarðargöngum og umferð verður hleypt í gegnum göngin, sem eru nú fullbúin. Af þvi tilefni hefur Vegagerðin birt eftirfarandi samantekt um framkvæmdina. 5,6 km jarðgöng Framkvæmdin felur í sér lagningu nýs vegar og nýrra ganga á milli Mjólkár í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú í Dýrafirði.  Samtals  13,7 km… Continue reading Dýrafjarðargöng – opnuð í dag kl 14

Opna Dýrafjarðargöng með óvenjulegu sniði

Svona var aðkoma ganganna Arnarfjarðarmegin þann 20. ágúst í fyrra. Mynd: Vegagerðin/Haukur Sigurðsson

Göngin koma í stað vegarins yfir Hrafnseyrarheiði sem hefur verið einn helsti farartálminn milli byggða á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verða opnuð næsta sunnudag. Lítið verður um borðaklippingar eða mannfögnuði í tilefni opnunarinnar sem verður með óvenjulegu sniði vegna aðstæðna í samfélaginu. Þess í stað mun stutt athöfn fara fram… Continue reading Opna Dýrafjarðargöng með óvenjulegu sniði

Dýrafjarðargöng. Vinna síðustu 3 vikur

Mynd: BB.is

Unnið var við fyllingar undir steypta stétt sem kemur milli kantsteins og veggjar í göngunum og er þeirri vinnu nánast lokið. Unnið var í tæknirýmum, fjarskiptahúsum og neyðarrýmum við lagnavinnu og tengingar. Hurðum var komið fyrir í neyðarsímaklefum sem eru í tæknirýmunum. Að auki var unnið við að koma upp skiltafestingum, skiltum og neyðarsímaskápum og… Continue reading Dýrafjarðargöng. Vinna síðustu 3 vikur

Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 19 & 20

Myndir: Dýrafjarðagöng /bb.is

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 19 & 20 við vinnu Dýrafjarðarganga. Haldið var áfram að keyra neðra burðarlag í veginn í göngunum og utan við munna og framlengja fráveitu og 11 kV lögnum út eftir vegskálum. Haldið var áfram með að setja upp festingar fyrir skilti í göngunum og ídráttarrör… Continue reading Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 19 & 20

Er­lend­ir starfs­menn kallaðir heim

Dýra­fjarðargöng. Til stóð að hefja mal­bik­un í byrj­un maí. Mynd: mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn set­ur strik í reikn­ing­inn hjá verk­tök­um við Dýra­fjarðargöng. Slóvak­arn­ir og Tékk­arn­ir sem vinna fyr­ir tékk­neska verk­tak­ann Metrostav voru kallaðir heim, sam­kvæmt til­mæl­um frá þarlend­um yf­ir­völd­um. Fjór­ir yf­ir­menn urðu þó eft­ir og ráðnir hafa verið und­ir­verk­tak­ar frá Ísaf­irði og víðar að til að ljúka þeim verk­efn­um sem Slóvak­arn­ir og Tékk­arn­ir unnu að, að því er… Continue reading Er­lend­ir starfs­menn kallaðir heim

Dýrafjarðargöng – Framvinda í viku 1 og 2 2020

Mynd: Baldvin Jónbjarnarson/bb.is

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 1 & 2 við vinnu Dýrafjarðarganga. Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar. Uppsteypu á tæknirýmunum í göngunum kláraðist og byrjað var á að steypa í fyrsta neyðarrýminu ásamt því… Continue reading Dýrafjarðargöng – Framvinda í viku 1 og 2 2020

Vinna við Dýrafjarðargöng- framvinda á verkefni

Mynd: BB.is

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 49-50 við vinnu Dýrafjarðarganga. Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar. Uppsteypu á tæknirýmunum í göngunum var haldið áfram og á nú eingöngu eftir að steypa þakið á síðasta tæknirýminu.… Continue reading Vinna við Dýrafjarðargöng- framvinda á verkefni

Framvinda við vinnu Dýrafjarðarganga

Mynd: BB.is

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 37-38 við vinnu Dýrafjarðarganga. Vinna hélt áfram við lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna ásamt brunnum í hægri vegöxl á leggnum frá munna ganganna í Dýrafirði og að hábungu. Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var… Continue reading Framvinda við vinnu Dýrafjarðarganga

Vinna hélt áfram við Dýrafjarðargöng

Mynd: BB.is

Vinna hélt áfram við lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna ásamt brunnum í hægri vegöxl á leggnum frá munna ganganna í Dýrafirði og að hábungu og á nú eftir að leggja lagnir á um 1000 m kafla. Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að byrjað var að sprautusteypa… Continue reading Vinna hélt áfram við Dýrafjarðargöng