Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið

Legsteinasafnið verður með öllu horfið þann 30. ágúst. Mynd: FACEBOOK/PÁLL Á HÚSAFELLI

Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. Sæmundur rekur gistiheimilið Gamla bæ á Húsafelli 1, sunnan Húsafellskirkju, en Páll býr að Húsafelli 2 sem er norðan… Continue reading Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið

Deilur ÍAV og 105 Miðborgar fyrir dómstóla

Í málinu er deilt um frágang á annað hundrað íbúða á Kirkjusandi. mbl.is/Baldur Arnarson

Fag­fjár­festa­sjóður­inn 105 Miðborg slhf. og ÍAV hafa náð sam­komu­lagi um að aft­ur­kalla kyrr­setn­ing­ar­beiðnir gagn­vart hvort öðru og að upp­gjöri vegna ágrein­ings­mála milli aðila, sem áður hef­ur verið fjallað um á mbl.is, verði lokið með hefðbundn­um hætti fyr­ir dóm­stól­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­manni ÍAV. Fjallað hef­ur verið um deil­ur ÍAV og 105 Miðborg­ar… Continue reading Deilur ÍAV og 105 Miðborgar fyrir dómstóla

Kópavogsbær sýknaður af rúmlega hálfs milljarðs kröfu

Mynd: RÚV - Grímur Sigurðsson - RÚV

Landsréttur sýknaði Kópavogsbæ í gær af tæplega 600 milljóna króna skaðabótakröfu verktakafyrirtækisins Dverghamars. Fyrirtækið var meðal þeirra sem vildu fá úthlutað lóðum við Álalind á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi undir byggingar. Forsvarsmenn fyrirtækisins töldu bæinn hafa brotið lög með því að hafna umsókn sinni um lóð. Bærinn taldi að þar sem fyrirtækið hefði ekki skilað inn… Continue reading Kópavogsbær sýknaður af rúmlega hálfs milljarðs kröfu

Vilja að allar eigur ÍAV verði kyrrsettar

Búið er að selja nær allar íbúðir á Kirkjusandi og íbúar eru fluttir inn í mikinn meirihluta þeirra. Baldur Arnarson

Fag­fjár­festa­sjóður­inn 105 Miðborg slhf., sem sér um upp­bygg­ingu á Kirkju­sands­reitn­um í Reykja­vík, hef­ur lagt fram kyrr­setn­ing­ar­beiðni á all­ar eign­ir verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins ÍAV. Eins og fram kom í ViðskiptaMogg­an­um í gær hafði ÍAV áður óskað eft­ir kyrr­setn­ingu á eign­um 105 Miðborg­ar slhf., sem er í stýr­ingu hjá Íslands­sjóðum, dótt­ur­fé­lagi Íslands­banka, vegna upp­bygg­ing­ar fé­lags­ins á Kirkju­sandi. Í mál­inu… Continue reading Vilja að allar eigur ÍAV verði kyrrsettar

Gagnstefna ÍAV fyrir 3,9 milljarða

Frá fyrstu byggingastigum á Kirkjusandsreitnum. Haraldur Guðjónsson

105 Miðborg og Íslandssjóðir hafa gagnstefnt ÍAV vegna framkvæmdanna á Kirkjusandsreitnum. Íslandssjóðir og 105 Miðborg hafa stefnt Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) og krefjast 3,9 milljarða króna vegna ágreinings um uppbyggingu lóða á Kirkjusandi. Stefnan var lögð fram á föstudaginn síðasta samkvæmt útboðslýsingu Íslandsbanka, móðurfélags Íslandssjóða. Sjóðurinn krafðist endurgreiðslu á bótagreiðslum vegna tafa við framkvæmdirnar og tjóns af… Continue reading Gagnstefna ÍAV fyrir 3,9 milljarða

Hús­næði starfs­manna­leigunnar „al­ger bráða­birgða­lausn“

Búið var að smíða rými úr timbri í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 sem lögreglumaður sem kom á vettvang lýsti sem „svefnskápum“ fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. VÍSIR/VILHELM

Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn. Þorkell Kristján Guðgeirsson, eigandi starfsmannaleigunnar… Continue reading Hús­næði starfs­manna­leigunnar „al­ger bráða­birgða­lausn“

ÍAV vilja fá 3,8 milljarða eftir að þeim var út­hýst á Kirkju­sandi

Kosnaður við byggingu húsanna þriggja sem ÍAV var með samning um er um tíu milljarðar króna. Heildarkostnaður við uppbyggingu á reitnum er hins vegar áætlaður um 22 milljarðar króna TÖLVUMYND/ONNO EHF

Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) fara fram á að 105 Miðborg slhf. og Íslandssjóðir hf. greiði félaginu 3,8 milljarða króna í tengslum við deilur um uppbyggingu á svokölluðum Kirkjusandsreit. 105 Miðborg rifti samningi sínum við ÍAV um byggingu þriggja húsa á svæðinu upp á um tíu milljarða króna í lok febrúar. ÍAV telur riftunina ekki standast lög… Continue reading ÍAV vilja fá 3,8 milljarða eftir að þeim var út­hýst á Kirkju­sandi

Leyndi kaup­endur ó­lög­legum fram­kvæmdum og þarf að greiða tíu milljónir í bætur

Húsið sem dómurinn sneri að er staðsett í Reykjavík. Nánari staðsetningu er ekki fyrir að fara. VÍSIR/VILHELM

Seljandi fasteignar í Reykjavík upplýsti kaupendur hússins ekki um að breytingar sem hann hafði ráðist í væru gerðar í óleyfi. Kaupendurnir stefndu seljandanum eftir að sáttafundir mistókust og kröfðust bóta vegna galla á húsinu og tapaðra leigutekna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á mánudag seljandann til að greiða kaupendunum rúmar tíu milljónir í bætur. Breytti einbýlishúsi í… Continue reading Leyndi kaup­endur ó­lög­legum fram­kvæmdum og þarf að greiða tíu milljónir í bætur

Verktak­inn per­sónu­lega ábyrg­ur

Hót­el Skuggi á Hverf­is­götu 103. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt Sig­urð Andrés­son, fv. eig­anda SA Verks, til að greiða LOB ehf. sam­tals yfir 100 millj­ón­ir, að teknu til­liti til drátt­ar­vaxta og máls­kostnaðar, vegna vanefnda. Fé­lagið LOB ehf. varð til við end­ur­reisn Loftorku í Borg­ar­nesi árið 2009 og er í eigu Bygg­inga­lausna ehf., fé­lags feðganna Óla Jóns Gunn­ars­son­ar og Bergþórs Ólason­ar alþing­is­manns.… Continue reading Verktak­inn per­sónu­lega ábyrg­ur

Iðnaðarmenn lögðu milljónamæring í deilu um innréttingar á Fjölnisvegi

Ingólfur Abrahim Shahin hefur efnast vel hjá Guide to Iceland. Mynd: GUIDE TO ICELAND

Athafnamanninum Ingólfi Abrahim Shain, eiganda bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, hefur verið gert að greiða trésmíðaverkstæðinu Sérsmíði tæplega 700 þúsund krónur í kjölfar ágreinings um innréttingar á heimili hans við Fjölnisveg 11 í Reykjavík. Trésmíðaverkstæðið kvaðst hafa staðið við allar sínar skuldbindingar á meðan Ingólfur vildi meina að fyrirtækið hafi reynt að hlunnfara sig. Dómarinn sagði… Continue reading Iðnaðarmenn lögðu milljónamæring í deilu um innréttingar á Fjölnisvegi