Færsla fráveitulagnar allt að 400 milljónir

Gróðurhvelfing Aldin Bio Dome og fleiri byggingar eiga að rísa við Stekkjabakka. Svæðið er upp til vinstri á miðri mynd. Mynd: vísir/vilhelm

Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að allur sá kostnaður komi til með að lenda á útsvarsgreiðendum. Staðsetning byggingasvæðis gróðurhvelfingar Aldin BioDome við Stekkjabakka er ofan á núverandi fráveitulögn Veitna sem flytur skólp frá Efra-Breiðholti, Norðlingaholti… Continue reading Færsla fráveitulagnar allt að 400 milljónir

Fráveitumál geti kostað hundruð milljóna

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Mynd: Frettabladid.is

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir kostnað Reykjavíkurborgar við byggingu Aldin BioDome í Elliðaárdalnum geta hækkað um hundruð milljóna vegna fráveitumála. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar er gerð athugasemd við að „fráveitulögn Reykjavíkurborgar liggur töluvert hærra í landi en „gólf“ gróðurhvelfinganna“. Segir í svari frá Veitum að settir verði skilmálar um niðurgrafin þil eða styrkingu… Continue reading Fráveitumál geti kostað hundruð milljóna

Arkitekar valdir fyrir risagróðurhús

Mikil náttúrufegurð er í Elliðaárdalnum, en hér má sjá teikningu af því hvernig aðstandendur sjá fyrir sér að glerhýsið verði í landslaginu. Aðsend mynd

Þjónustukjarni sem rísa á í visthvolfi í Elliðaám er ætlað að efla hug og anda með tengingu við græna náttúru árið um kring. Arkitektastofan WilkinsonEyre hefur verið valið til að leiða hönnun ALDIN Biodome sem er risastór þjónustukjarni í svokölluðu visthvolfi sem reisa á við suðurenda friðlandsins í Elliðaárdal, nánartiltekið á nýrri lóð við Stekkjarbakka… Continue reading Arkitekar valdir fyrir risagróðurhús