Skrifað undir verksamning um brú yfir Stóru-Laxá

Skrifað undir samning um smíði brúar yfir Stóru-Laxá

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Karl Andreassen framkvæmdastjóri Ístaks skrifuðu undir verksamninginn um smíði brúar yfir Stóru-Laxá á Skeiða- og Hrunamannahreppi í dag 23. september. Ístak mun hefja vinnu strax á mánudag og vinna við verkið í allan vetur. Verkið felst í byggingu brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegkafla Skeiða- og Hrunamannavegar (30) beggja vegna,… Continue reading Skrifað undir verksamning um brú yfir Stóru-Laxá

Reykjanesbær: Samið við ÍAV um byggingu íþróttahúss og sundlaugar

Stapaskóli með 2.áfanga Mynd: ​Arkís arkitektar

Reykjanesbær og Íslenskir aðalverktakar hf hafa undirritað verksamning vegna framkvæmda við áfanga 2 við Stapaskóla. Byggingin mun hýsa fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum. Stefnt er að því að byggingin muni rísa á næstu fimmtán mánuðum. Heimild: Sudurnes.net

Samið um uppbyggingu leikskóla við Kleppsveg fyrir 927 milljónir

Kleppsvegur 152. Í þessu húsi var um skeið rekin kynlífstækjaverslun undir heitinu Adam og Eva. mbl.is/sisi

Inn­kaupa- og fram­kvæmdaráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti á fundi sín­um 2. sept­em­ber sl. að ganga að til­boði Þarfaþings ehf. um upp­bygg­ingu og fullnaðarfrá­gang nýs leik­skóla að Klepps­vegi 150-152. Hins veg­ar var hafnað öll­um til­boðum sem bár­ust í upp­bygg­ingu og fullnaðarfrá­gang leik­skóla í Safa­mýri 5, áður Safa­mýr­ar­skóla. Alls bár­ust átta til­boð í upp­bygg­ingu leik­skól­ans við Klepps­veg og voru… Continue reading Samið um uppbyggingu leikskóla við Kleppsveg fyrir 927 milljónir

Undirrita samning vegna BT hússins

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, við undirtun samningsins í dag. Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skrifaði í gær undir samning við verktakafyrirtækið Eykt vegna fullnaðarhönnunar og verkframkvæmdar á nýju bílastæða- og tæknihúsi Landspítala við Hringbraut. Stefnt að því byggingarnar verði teknar í notkun árið 2026, samkvæmt fréttatilkynningu. Nýja byggingin er liður í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut. Bílastæða- og tæknihúsið, sem hefur verið kallað BT húsið, er… Continue reading Undirrita samning vegna BT hússins

Stækka eldisstöðina fyrir 3,5 milljarða

Seiðaeldisstöð Arctic Smolt í Norður-Botni í Tálknafirði. Aðsend mynd

Arctic Smolt hefur samið við Eykt og Eyvi um stækkun á seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Norður-Botni í Tálknafirði. Arctic Smolt sem er dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum hefur samið um stækkun á seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Norður-Botni í Tálknafirði við verktakafyrirtækið Eykt annars vegar og norska félagið Eyvi hins vegar, sem hannar og selur heildarlausnir… Continue reading Stækka eldisstöðina fyrir 3,5 milljarða

Grindavík : Samningar vegna hönnunar á nýrri félagsaðstöðu eldri borgara undirritaðir

Á meðfylgjandi mynd er Fannar Jónasson, bæjarstjóri fyrir miðju, auk Ástu Logadóttur frá ráðgjafafyrirtækinu Lotu ehf. og Oddi Finnjarnasyni frá THG arkítektum.

Í gær voru undirritaðir samningur vegna hönnunar á nýrri byggingu félagsaðstöðu eldri borgara í Grindavík við THG arkitektar og Lota ehf. Um er að ræða 1120 fermetra byggingu á tveimur hæðum sem mun tengjast núverandi íbúðum í Víðihlíð. Miðað er við að framkvæmdin verði boðin út í tveimur áföngum, í fyrri áfanga er byggingin fullbúin að utan… Continue reading Grindavík : Samningar vegna hönnunar á nýrri félagsaðstöðu eldri borgara undirritaðir

Framkvæmdir hefjast við Nestún á Sauðárkróki

Frá undirritun samnings. F.v Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð, Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Ásmundur Pálmason frá Steypustöð Skagafjarðar, Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri, Veitu og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson tæknifræðingur

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur samið við Steypustöð Skagafjarðar að undangengnu útboði um framkvæmdir við nýja götu á Sauðárkróki sem mun bera nafnið Nestún. Framkvæmdirnar snúa að gatnagerð og fráveitu við Nestún og munu framkvæmdir hefjast á næstu dögum. Verklok eru í byrjun október og er áætlað að lóðir við Nestún verði auglýstar með haustinu. Í Nestúni… Continue reading Framkvæmdir hefjast við Nestún á Sauðárkróki

Vegagerðin og ÞG Verk skrifa undir samning vegna byggingar brúa yfir Hverfisfljót og Núpsvötn

Skrifað undir samning um byggingu brúa yfir Núpsvötn og Hverfisfljót

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks skrifuðu á mánudag undir verksamning vegna byggingar brúa yfir Hverfisfljót og Núpsvötn. ÞG Verk áttu lægsta tilboð í verkið eða 1.425 m.kr. sem var nánast sama upphæð og áætlaður verktakakostnaður. Verkinu skal að fullu lokið um miðjan nóvember á næsta ári. Einbreiðum brúm fækkar. Báðar… Continue reading Vegagerðin og ÞG Verk skrifa undir samning vegna byggingar brúa yfir Hverfisfljót og Núpsvötn

Tóku tilboði Háfells ehf.

Byggt á spítalalóðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr Land­spít­ali ohf. hef­ur tekið til­boði Há­fells ehf. í jarðvinnu á rann­sókna­húsi sem er ein fjög­urra ný­bygg­inga spít­al­ans. Til­boðið var 96,4 pró­sent af kostnaðaráætl­un eða rúm­ar 164 millj­ón­ir. Í rann­sókna­hús­inu sam­ein­ast öll rann­sókn­a­starf­semi spít­al­ans á einn stað, svo sem meina­fræði, rann­sókna­kjarni, klín­ísk líf­efna­fræði og blóðmeina­fræði, sýkla- og veiru­fræði auk Blóðbank­ans. Þar verður einnig lík­hús, krufn­ing… Continue reading Tóku tilboði Háfells ehf.

Bjarg Íbúðafélag gerir verksamning við ÍAV um byggingu 64 íbúða við Hraunbæ 133

Mynd: ÍAV.is

Bjarg Íbúðafélag hses. og ÍAV undirrituðu þann 4. júní 2021 s.l verksamning sem felur í sér að ÍAV byggi og afhendi alls 64 almennar leiguíbúðir við Hraunbæ 133. Samtals eru 59 íbúðir í tveimur 3-5 hæða blokkum með 4 stigagöngum, auk þess raðhús á tveimur hæðum með 5 íbúðum. Samningsform er fast heildarverð. Íbúðirnar verða… Continue reading Bjarg Íbúðafélag gerir verksamning við ÍAV um byggingu 64 íbúða við Hraunbæ 133