Home Fréttir Í fréttum Bak­grunn­ur meints kenni­töluflakk­ara ekki skoðaður við töku tilboðs

Bak­grunn­ur meints kenni­töluflakk­ara ekki skoðaður við töku tilboðs

139
0
Mynd: Visir.is

Bak­grunn­ur Kristjáns Ólason­ar, eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins Viðhald og viðgerðir ehf., var ekki kannaður sér­stak­lega áður en Reykja­vík­ur­borg tók tveim­ur til­boðum fyr­ir­tæk­is­ins í verk­efni á veg­um borg­ar­inn­ar. Um er að ræða áhorf­enda­stúku við leik­völl Þrótt­ar í Laug­ar­daln­um og glugga­skipti í Kletta­skóla.

DV greindi frá því um miðjan júlí að að um­rætt fyr­ir­tæki væri nú starf­rækt á fjórðu kenni­töl­unni og var eig­and­inn, Kristján, sagður með slóð gjaldþrota í viðskipta­sögu sinni. Hann hefði keyrt sex fé­lög í þrot frá ár­inu 2007. Þá kom jafn­framt fram í frétt DV að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefði rann­sakað meint brot Kristjáns í tengsl­um við rekst­ur fyr­ir­tækj­anna.

Fyr­ir­tækið stóðst skoðun á fjár­hag

Í svari Reykja­vík­ur­borg­ar við fyr­ir­spurn mbl.is um málið seg­ir að bakrunn­ur Kristjáns hafi ekki verið kannaður en að farið hafi fram skoðun á fjár­hag á grund­velli skil­mála útboðsins áður en til­boðinu var tekið og hafi fyr­ir­tækið staðist þá skoðun.

Í inn­kauparegl­um Reykja­vík­ur­borg­ar frá ár­inu 2014 seg­ir að fjár­hags­staða og tækni­leg geta fyr­ir­tæk­is skuli vera það trygg að það geti staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart kaup­anda. Þar seg­ir jafn­framt: „Ekki skal krefjast frek­ari gagna um sönn­un á fjár­hags­legri og tækni­legri getu en nauðsyn­legt er með hliðsjón af eðli og um­fangi fyr­ir­hugaðra inn­kaupa. Inn­kaupa­deild leiðbein­ir við gerð krafna um fjár­hag­stöðu í útboðsgögn­um.“ Hins veg­ar er hægt að fara skoðun á viðskipta­sögu eig­anda þyki til­efni til.

Hægt er að úti­loka fyr­ir­tæki frá samn­ing­um

Í svari Reykja­vík­ur­borg­ar við fyr­ir­spurn mbl.is um hvort það hefði haft áhrif á viðskipti borg­ar­inn­ar við Viðhald og viðgerðir ehf. ef starfs­menn hefðu haft vitn­eskju um meint kenni­töluflakk seg­ir:

„Hefðu ábend­ing­ar um meint kenni­töluflakk komið fram áður en til­boði í fram­an­greindu útboði var tekið hefði skoðun á viðskipta­sögu eig­anda farið fram sam­hliða fjár­hags­skoðun í útboðsferl­inu. Sam­kvæmt inn­kauparegl­um Reykja­vík­ur­borg­ar er heim­ilt að kanna viðskipta­sögu eig­anda í þeim til­gangi að kanna hvort til­efni sé til að beita heim­ild­ar­á­kvæði 28. gr. og vísa bjóðanda frá samn­ings­gerð.“

En þar seg­ir:

Heim­ilt er að úti­loka fyr­ir­tæki frá samn­ing­um ef eitt­hvað af eft­ir­far­andi á við:

  1. Bú fyr­ir­tæk­is er und­ir gjaldþrota­skipt­um eða fé­lagi hef­ur verið slitið, það hef­ur fengið heim­ild til nauðasamn­inga eða greiðslu­stöðvun­ar eða er í ann­arri sam­bæri­legri stöðu.
  2. Óskað hef­ur verið gjaldþrota­skipta eða slita á fyr­ir­tæki, það hef­ur leitað heim­ild­ar til nauðasamn­inga eða greiðslu­stöðvun­ar eða er í ann­arri sam­bæri­legri stöðu.
  3. Fyr­ir­tæki hef­ur með end­an­leg­um dómi verið fundið sekt um refsi­vert brot í starfi.
  4. Fyr­ir­tæki hef­ur sýnt al­var­lega van­rækslu í starfi sem kaup­anda er unnt að sýna fram á.
  5. Fyr­ir­tæki hef­ur gefið rang­ar upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­lega og tækni­lega getu sína eða hef­ur ekki lagt slík­ar upp­lýs­ing­ar fram.

Við áður­nefnda skoðun er stuðst við upp­lýs­ing­ar úr Cred­it­in­fo Láns­trausti hf. eins og þær eru á hverj­um tíma. Reykja­vík­ur­borg ber hins veg­ar fyr­ir sig trúnað og seg­ist ekki geta svarað því til hvaða niður­stöðu slík könn­un á viðskipta­sögu fyr­ir­tæk­is­ins hefði leitt.

Ekki svarað hvort aft­ur verði farið í viðskipti

Í svari Reykja­vík­ur­borg­ar er bent á þætti sem geri það erfiðara um vik að fá vitn­eskju um vafa­sama viðskipta­sögu, sé hún til staðar. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri til­kynn­ir ekki um rann­sókn­ir á sín­um veg­um, upp­lýs­ing­um eldri en fjög­urra ára er eytt úr Cred­it­in­fo og ef kennitala er aðeins tengd einu gjaldþroti yngra en fjög­urra ára kem­ur það ekki fram á van­skila­skrá.

Blaðamaður óskaði jafn­framt eft­ir svör­um varðandi það hvort Reykja­vík­ur­borg myndi aft­ur eiga viðskipti við eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins Viðhald og viðgerðir ehf. eft­ir að þess­ar upp­lýs­ing­ar hafa komið fram.

„Al­mennt er verklag við fjár­hags­skoðun þannig að hafi komið fram ábend­ing­ar sem gefa til­efni til að kanna viðskipta­sögu bjóðenda í samn­inga hjá Reykja­vík­ur­borg fer slík könn­un fram í tengsl­um við fjár­hags­skoðun. Ekki er mögu­legt að svara því á þess­ari stundu hver niðurstaða slíkr­ar könn­un­ar verði í framtíðinni enda upp­lýs­ing­ar í van­skil­skrá sí­breyti­leg­ar,“ seg­ir í svari borg­ar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is