Home Fréttir Í fréttum Ekki meira byggt í ára­tugi á Sauðár­króki

Ekki meira byggt í ára­tugi á Sauðár­króki

124
0
Ekki óvenju­leg sjón á Sauðár­króki á síðustu vik­um. Mynd/​Haf­steinn Sig­urðar­son

Með hækk­andi fast­eigna­verði og leigu­verði er aft­ur byrjað að byggja íbúðar­hús á Sauðár­króki, en slíkt hef­ur legið niðri síðan frá því fyr­ir hrun. Í fyrra var byrjað að út­hluta lóðum syðst í Túna­hverf­inu og eru þær nú all­ar farn­ar, eða um 20 tals­ins. Í fyrra hófu tveir eig­end­ur að byggja á lóðunum en í ár fór hrin­an af stað og er nú byrjað að byggja á flest­um lóðunum.

„Ekki með neitt at­vinnu­leysi“

Ásta Björg Pálma­dótt­ir, sveita­stjóri Skaga­fjarðar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að frá hruni hafi verið mik­il lægð í bygg­inga­fram­kvæmd­um í sveit­ar­fé­lag­inu, en að nú sé allt komið á skrið. Hún seg­ir mik­inn skort vera í sveit­ar­fé­lag­inu þegar komi að íbúðahús­næði, en að markaðsverð eigna hafi hingað til haldið aft­ur af vænt­an­leg­um íbú­um. „Við erum ekki með neitt at­vinnu­leysi, en fólki sem vill vinna hef­ur gengið illa að finna hús­næði,“ seg­ir Ásta.

Mynd frá í gærkvöldi sem sýnir nýjustu byggðina á Sauðárkróki ...
Mynd frá í gær­kvöldi sem sýn­ir nýj­ustu byggðina á Sauðár­króki í Túna­hverf­inu á hægri hönd. Um 20 lóðum hef­ur að und­an­förnu verið út­hlutað í bæn­um. Mynd/​Kári H. Árna­son

Nefn­ir hún að Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga sé öfl­ugt og hafi ný­lega stækkað mjólk­ur­sam­lagið. Þá hafi Fisk sea­food stækkað hjá sér land­vinnsl­una og í kjöl­farið á mikl­um fram­kvæmd­um hér á landi í bygg­inga­geir­an­um sé nóg að gera í stein­ull­ar­verk­smiðjunni. Þá hafi rækju­vinnsl­an Dög­un fengið nýj­an bát í haust og að ferðaþjón­ust­an skili líka fleiri störf­um.

Meiri upp­bygg­ing en í ára­tugi

Ásta seg­ir að á þeim lóðum sem hafi verið út­hlutað sé verið að byggja fimm par­hús og 14 ein­býl­is­hús. Fyr­ir hrun var mesta upp­bygg­ing­in á Sauðár­króki á veg­um eldri borg­ara, en árið 2004 var byggð blokk á þeirra veg­um og fram til árs­ins 2007 voru önn­ur 15 hús reist í Túna­hverf­inu. Síðan þá hef­ur verið lítið að gera í þess­um geira, en það er allt að breyt­ast núna að sögn Ástu.

Spurð um áhrif ferðaþjón­ustu á spurn eft­ir íbúðar­hús­næði á Sauðár­króki seg­ir Ásta að áhrif­anna gæti að ein­hverju leyti, en það sé þó helst önn­ur at­vinnu­upp­bygg­ing sem dragi áfram eft­ir­spurn­ar­vagn­inn.

Nokkur hús hafa þegar risið í hverfinu en unnið er ...
Nokk­ur hús hafa þegar risið í hverf­inu en unnið er í grunn­um á öðrum lóðum. Mynd/​Haf­steinn Sig­urðar­son

Verk­smiðja, fjós og íþrótta­mann­virki

Það er þó ekki bara við íbúðabygg­ing­ar sem verk­tak­ar í Skagaf­irði hafa nóg að haf­ast, held­ur seg­ir Ásta að unnið sé að upp­bygg­ingu pró­tín­verk­smiðju og þá séu fjöl­mörg fjós í bygg­ingu í sveit­ar­fé­lag­inu. Til viðbót­ar hafi sveit­ar­fé­lagið ný­lega opnað til­boð í end­ur­bæt­ur á sund­laug og gervi­grasvöll í bæn­um.