Home Fréttir Í fréttum 20.06.2017 Viðhaldsverkefni á Akranesi

20.06.2017 Viðhaldsverkefni á Akranesi

174
0
Mynd: Akranes.

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í utanhússviðhald á steyptum húsum á Akranesi. Um er að ræða Íþróttahúsið við Vesturgötu og Byggðasafnið Görðum. Verkefni eru háþrýstiþvottur, steypuviðgerðir, múrhúðun með filtun, sílanböðun, málning og viðgerðir á gluggum.

Helstu magntölur:

  • Lóðréttir fletir, samtals 1075 m2
  • Láréttir fletir, samtals 85 m2
  • Múrhúðun með filtun, samtals 190 m2

Verktími er sumar 2017 og fyrrihluta sumars 2018. Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi með því að senda tölvupóst á netfangið jon.olafsson@akranes.is, með ósk þar um, þar sem fram kemur nafn, netfang og símanúmer bjóðanda. Tilboð verð opnuð í ráðhúsi Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 20. júní 2017 kl. 11:00.