Home Fréttir Í fréttum Ístak hf. átti lægsta tilboð í gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut

Ístak hf. átti lægsta tilboð í gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut

93
0
Mynd: Vf.is
Ístak hf. átti lægsta tilboð í gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut, annars vegar við Aðalgötu og hins vegar við Keflavíkurveg (Þjóðbraut). Tilboðin voru opnuð í gær. Þrjú fyrirtæki skiluðu inn tilboðum.
Það voru Vegagerðin, Isavia og Reykjanesbær óskuðu eftir tilboðum í gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut. Aðlaga þarf aðliggjandi vegi að hringtorgunum. Framkvæmdin innifelur einnig að annast tilgreinda verkþætti við aðlögun eða flutning núverandi lagna s.s. ljósleiðara-, háspennu- og lágspennustrengja í vegunum í samráði við veitur. Allri malbikun skal lokið fyrir 1. september 2017. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2017.
Ístak bauð tæpar 216 milljónir króna í verkið, Ellert Skúlason ehf. bauð 224 milljónir og ÍAV hf. bauð tæpar 256 milljónir króna.
Heimild: Vf.is