Home Fréttir Í fréttum Línuframkvæmdir hafnar á ný eftir veturinn

Línuframkvæmdir hafnar á ný eftir veturinn

99
0
Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Framkvæmdir við lagningu Kröflulínu 4 eru hafnar á ný eftir veturinn. Framvinda verksins gæti ráðist í Hæstarétti og hvort hægt verður að afhenda raforku til kísilversins á Bakka á réttum tíma. Þar fæst úr því skorið hvort eignarnám vegna línunnar stendur.

Afhending á raforku frá Þeistareykjavirkjun til kísilvers PCC á Bakka á að hefjast fyrsta nóvember. Áætlað er að háspennulínan frá virkjuninni að Bakka, Þeistareykjalína 1, verði tilbúin í lok september. Kröflulína 4, frá Kröflu að Þeistareykjum, á að vera tilbúin mánuði fyrr vegna prófana á Þeistareykjavirkun.

Vinna við línurnar hófst aftur í maí

Vinna við línurnar lá niðri í vetur en hófst aftur í byrjun maí. Það eru starfsmenn verktakafyrirtækisins Elnos sem setja möstrin saman og reisa. Þeir eru núna að störfum rétt sunnan við Þeistareykjavirkjun. Áki Áskelsson, tæknifræðingur hjá Eflu, sinnir eftirliti fyrir Landsnet. „Þeir hafa mest verið ahttp://www.ruv.is/frett/linuframkvaemdir-hafnar-a-ny-eftir-veturinnð setja saman möstur, eru búnir að setja saman rétt tæplega 40. Svo hafa þeir verið að reisa og eru búnir að reisa 19 möstur núna,“ segir Áki. Tveir aðrir verktakar eru við línulögnina og sinna jarðvinnu og vinnu við undirstöður, G. Hjálmarsson og Árni Helgason. Þeir byrja aftur á næstu dögum eftir veturinn.

Enn ekkert framkvæmt í landi Reykjahlíðar

Það verða samtals 192 möstur í línunum tveimur, þar af 35 möstur í landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi. Þar hefur ekkert verið framkvæmt því ósamið er við tvo af nítján eigendum jarðarinnar, sem hvorki tóku við eignarnámsbótum né heimiluðu framkvæmdir.

Afhending raforku gæti tafist

Í ógildingarmáli sem þeir höfðuðu fyrir héraðsdómi voru íslenska ríkið og Landsnet sýknuð. Þá áfrýjuðu þeir til Hæstaréttar og verður málflutningur þar 8. júní. Snúi Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms og ógildi eignarnámið, tefjast framkvæmdir og afhending raforku um óákveðinn tíma.

Heimild: Ruv.is