Home Fréttir Í fréttum Undirrituðu samning um hjúkrunarheimili í Fossvogsdal

Undirrituðu samning um hjúkrunarheimili í Fossvogsdal

76
0
Mynd: Skjáskot af Rúv.is

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, undirrituðu í dag samninga og viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur nýs hjúkrunarheimilis, þjónustumiðstöðvar og leiguíbúða fyrir 99 eldri borgara við Sléttuveg í Fossvogsdal.

Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í ár og hjúkrunarheimilið taki til starfa seinni hluta árs 2019. Reykjavíkurborg og ríkið reisa hjúkrunarheimilið í sameiningu en Sjómannadagsráð sér um rekstur þess, samkvæmt viljayfirlýsingu sem Dagur og Guðmundur undirrituðu í dag.

Heimild: Ruv.is