Húsfélag losnar ekki við hús á Frakkastíg

Mynd: Frettabladid.is

Ákvörðun um að breyta deiliskipulagi svo byggja megi sjö hæða hús á horni Skúlagötu og Frakkastígs verður ekki felld úr gildi, eins og Húsfélagið Skúlagötu 20 krafðist.

Í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að kærandinn telji breytinguna „ganga freklega á hagsmuni hans og hafa stórfelld áhrif á búsetuskilyrði á svæðinu með skuggavarpi og skerðingu útsýnis“

. Lífsskilyrði íbúa að Skúlagötu 20 muni skerðast vegna „yfirþyrmandi ásýndar fyrirhugaðrar byggingar“.

Úrskurðarnefndin segir að með breytingunni muni útsýni að Esjunni minnka lítillega, ekki hverfa.

Gildi um útsýni eins og skuggavarp að skipulagsyfirvöld hafi svigrúm við mat á því hvað sé ásættanlegt hverju sinni.

Málsmeðferð Reykjavíkurborgar hafi verið í samræmi við lög.

Heimild: Frettabladid.is

Leave a comment