Af­skrifa milljarða vegna sólarkísil­versins

Milljarða afskrift fjögurra lífeyrissjóða og Íslandsbanka í sólarkísilverksmiðju Silicor Materials sem til stóð að reisa á Grundartanga.

Hluthafar Sunnuvalla, félags sem heldur utan um hlut fjögurra lífeyrissjóða og Íslandsbanka í sólarkísilverksmiðju Silicor Materials sem til stóð að reisa á Grundartanga, hafa gefið eftir 3 milljarða króna af skuldabréfaláni til félagsins sem er nú bókfært á 816 milljónir.

Þá var eignarhlutur Sunnuvalla í Silicor Materials einnig færður niður um 415 milljónir, úr 489 milljónum í 73 milljónir. Sunnuvellir fara með 32,4% hlut í Silicor Materials.

Eigið fé Sunnuvalla var neikvætt um 275 milljónir í lok árs 2020. Eignir voru bókfærðar á 541 milljón, samanborið við 818 milljónir árið áður.

Ekkert hefur heyrst um verkefnið frá sumrinu 2018 þegar enn var sagt stefnt að því að opna sólarkísilverið.

Sunnuvellir keyptu eignarhlutinn í Silicor Materials Iceland Holding hf. fyrir rúmlega 1,3 milljarða króna árið 2015.

Árið 2017 nýtti Sunnuvellir sölurétt til að selja alla eignarhluti í verkefninu til bandaríska móðurfélagsins Silicor Materials Inc.

Ekki hefur enn verið gengið frá sölunni þar sem Sunnuvellir veittu bandaríska félaginu frest til að endurskipuleggja starfsemina. Sunnuvellir eru í eigu lífeyrissjóðanna Birtu, Festu, LIVE og lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, sem fara allir með 20% hlut.

Þá fer Summa rekstrarfélag og Íslandsbanki hvort með sinn 10% hlut.

Heimild: Vb.is

Leave a comment