Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun

Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi frá því að framkvæmdir hófust sumarið 2020. Byggingin er nú fokheld og innivinna hafin.

Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi frá því að framkvæmdir hófust sumarið 2020. Byggingin er nú fokheld og innivinna hafin.

Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun standa að byggingu þjónustumiðstöðvarinnar sem rís í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi. Byggingin er gerð í samræmi við samkeppnistillögu Arkís arkitekta ehf. Aðrir aðilar hönnunarteymis eru EFLA hf., Liska ehf. og Verkís hf.

Byggingin mun hýsa þjónustumiðstöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði, alls um 710 m2.

Byggingin samanstendur af tveimur megin byggingum sem tengjast saman með miðrými. Önnur byggingin hýsir umsýslu fyrir daglegan rekstur þjóðgarðsins en hin starfsemi sem snýr að kennslu, fræðslu og upplýsingastarfi á hans vegum.

Byggingin mun hýsa þjónustumiðstöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði, alls um 710 m2.

Verktakafyrirtækið Húsheild bauð lægst í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvarinnarí útboði sumarið 2020. Tilboð þess var um 420 milljónir króna, en kostnaðaráætlun FSR hljóðaði upp á 475 milljónir króna.

Glæsileg bygging, en flókin

Í samtali við fsr.is segir Ólafur Ragnarsson annar eiganda Húsheildar framkvæmdir á áætlun, jafnvel aðeins á undan áætlun. Ólafur segir bygginguna verða einstaklega fallega, en þrátt fyrir góðan gang er verkefnið flókið.

„Byggingin er í laginu eins og skip. Það kallar á flókið stálburðarvirki sem kostaði mikil heilabrot í hönnun, smíði og uppsetningu. Til viðbótar hangir hluti hússins „í lausu lofti“ – hluti gólfplötunnar hefur engan styrk frá sökklum.

Þetta kallaði á eftirspennta plötu þar sem vírbarkar eru lagðir í steypumótið og strekkt á til að halda spennu í plötunni. Þetta er eitthvað sem við hjá Húsheild höfum ekki gert áður, en var spennandi viðfangsefni.“

Starfsemi Þjóðgarðsmiðstöðvarinnar getur hafist í hinu nýja húsnæði næsta sumar, en Húsheild reiknar með að skila húsinu í júní 2022, eins og ráð var fyrir gert.

Heimild:Fsr.is

 

 

Leave a comment