23.09.2021 KR-Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Frostaskjól í Reykjavík. Endurnýjun gervigrass 2021

F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

KR-Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Frostaskjól í Reykjavík. Endurnýjun gervigrass 2021, útboð nr. 15296

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 14:00 þann 8. september 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is  Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 23. september 2021.

Lýsing á verkefninu:

Verkið felst í að endurnýja gervigrasið á æfingar- gervigrasvelli KR í Frostaskjóli í Reykjavík. Stærð 73 x 111 m.

Fjarlægja skal núverandi gervigras, sand og gúmmíkurl. Núverandi fjöðrunarlag verður notað áfram.

Það er skilyrði að völlurinn geta fengið FIFA Quality Pro úttekt.

 

Leave a comment