Grunnur að fyrsta húsinu við nýja götu á Varmalandi

Á undan húsi kemur hola. Ljósm. vh.

Í dag hófust jarðvegsskipti undir fyrsta íbúðarhúsið sem reist verður við götuna Birkihlíð á Varmalandi í Stafholtstungum.

Það er Ásgeir Yngvi Ásgeirsson byggingameistari sem mun byggja einbýlishús á lóð númer 6.

Deiliskipulag hefur verið til fyrir 17 húsa byggð við götuna allt frá 2005.

Árið 2017 var skipulaginu breytt til að innan svæðisins rúmaðist einnig stækkun hótelsins í gamla húsmæðraskólanum norðan við hina nýju götu.

Samkvæmt vef Borgarbyggðar er nú ein parhússlóð laus til úthlutunar við Birkihlíð, lóð nr. 2-4. Það skýrist af því að gatnagerð er lokið að þeirri lóð, líkt og að lóð nr. 6, en ekki að öðrum innar í götunni.

Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar staðfesti í samtali við Skessuhorn að sveitarfélagið myndi að sjálfsögðu skoða að ljúka við gatnagerð ef eftirspurn skapast um lóðir og frekari uppbyggingu við Birkihlíð á Varmalandi.

Heimild: Skessuhorn.is

Leave a comment