Leggja loka­hönd á að­gerða­á­ætlun um við­hald

Nemendur Fossvogsskóla eru nú í Korpuskóla og húsnæði Hjálpræðishersins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Nú er verið að leggja lokahönd á aðgerðaáætlun um viðgerðir og viðhald í Fossvogsskóla fyrir framkvæmdir sem munu hefjast í haust. Frá þessu greinir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Skúli segir í grein sinni að það sé veruleiki um allt land að reglulega komi upp mygla og rakaskemmdir í húsnæði hins opinbera.

„Dæmin hrannast upp af skóla­hús­næði þar sem mygla hefur greinst t.d. í Kárs­nes­skóla og leik­skólanum Austur­kór í Kópa­vogi, Varm­ár­skóla í Mos­fells­bæ, Lundar­skóla, Brekku­skóla og Odd­eyrar­skóla á Akur­eyri, Grunda­skóla á Akra­nesi og Nes­skóla í Nes­kaups­stað.

Í Reykja­vík hafa komið upp mál þar sem mygla hefur fundist og hefur hús­næði Foss­vogs­skóla verið þar efst á baugi og leik­skólinn Kvista­borg sem stað­settur er stein­snar frá,“ segir Skúli.

Hann segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að auka auka fjár­magn í við­hald og endur­bætur skóla­hús­næðis borgarinnar undan­farin ár eftir þrenginga­tíma í kjöl­far banka­hruns og segir að undan­farin ár hafi fjár­veitingar til al­menns við­halds grunn­skóla og leik­skóla í borginni þre­faldast úr tæpum 700 milljónum í 2.100 milljónir á hverju ári.

Alls fer skóla- og frí­stunda­starfið fram í um 170 stofnunum og ná­lægt 300 byggingum í borginni og eru að sögn Skúla fá dæmi þar sem fundist hefur mygla eða al­var­legar raka­skemmdir.

Heimild: Frettabladid.is

Leave a comment