Opnun útboðs: Leikskóli í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ

Mynd: Mosfellingur.is

Tilboðsfrestur vegna útboðsins Leikskóli í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ rann út þann 18. ágúst kl. 14:00.

Átta aðilar sendu inn tilboð áður en skilafrestur rann út en það voru ASK arkitektar ehf., Efla ehf., Ferill ehf., Kanon arkitektar ehf., T.ark Arkitektar ehf., Verkís hf., VSB verkfræðistofa og Yrki arkitektar.

Eftirfarandi tilboð bárust:

  • Kanon arkitektar ehf. – 68.452.280
  • Efla ehf. – 74.330.000
  • Yrki arkitektar ehf. – 75.571.391
  • ASK arkitektar ehf. – 76.140.000
  • VSB Verkfræðistofa ehf. – 86.605.978
  • Verkís hf. – 88.600.000
  • T.ark Arkitektar ehf. – 105.869.678
  • Ferill ehf. – 163.210.220

Kostnaðaráætlun: 75.950.000

Tilboðsfjárhæðir eru hér birtar með fyrirvara um yfirferð tilboða m.t.t. hæfis bjóðenda og réttra útreikninga í tilboðsskrá.

Tilboð allra bjóðenda verða nú yfirfarin m.t.t. þessa og niðurstaða útboðs tilkynnt í kjölfarið.

Leave a comment