Opnun útboðs: Sauðárkrókur – upptekt þvergarðs og lenging Norðurgarðs 2021

Opnun tilboða 10. ágúst 2021.

Skagafjarðarhafnir óskaði eftir tilboðum í að lengja Norðurgarð Sauðárkrókshafnar um 30 metra og taka upp þvergarð innan við garðinn og nota efni úr honum í grjótvörn og kjarnafyllingu lengingarinnar.

Helstu magntölur:

Útlögn á grjóti úr námu, um 3.700 m3

Upptekt, endurröðun og losun efnis á losunarsvæði, um 10.000 m3

Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 15. mars 2022.

Leave a comment