Hallgrímskirkja 38. fallegasta bygging heims

Hallgrímskirkja er meðal fimmtíu fallegustu bygginga heims, ef marka má lista Big seven travel. Mynd: mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Ferðamannasíðan Big Seven Tra­vel birt­ir ár­lega lista yfir fimm­tíu fal­leg­ustu bygg­ing­ar heims.

Listi árs­ins 2021 hef­ur nú verið birt­ur og er Hall­gríms­kirkja í 38. sæti á list­an­um.

Síðan notaðist við könn­un á net­inu þar sem rúm­lega 127 þúsund manns tóku þátt í að velja list­ann.

Í um­fjöll­un síðunn­ar um Hall­gríms­kirkju seg­ir að kirkj­an sé sú stærsta á Íslandi og einnig er minnst á org­el kirkj­unn­ar, en það þykir stórt á heims­mæli­kv­arða.

Segja má að flestall­ar fræg­ustu bygg­ing­ar heims finn­ist á list­an­um en þó er þokka­leg fjöl­breytni í vali.

Bygg­ing­ar af ýms­um toga eru á list­an­um, allt frá munkaklaustr­um yfir í skýja­kljúfa Mið-Aust­ur­landa.

Efstu þrjú sæti list­ans skipa afar glæst­ar bygg­ing­ar. Í þriðja sæti er dóm­kirkj­an í Flórens.

Í öðru sæti er síðan Versala­höll í Par­ís. Efsta sæti list­ans hrepp­ir þó Taj Mahal í Indlandi.

Kannski ekki furða en auðveld­lega má færa rök fyr­ir því að höll­in sé þekkt­asta bygg­ing heims.

List­ann má nálg­ast hér.   

Heimild: Mbl.is

Leave a comment