Home Fréttir Störf 09.08.2021 Verkstjóri, smiðir og verkamenn óskast til Og Synir byggingaverktaka

09.08.2021 Verkstjóri, smiðir og verkamenn óskast til Og Synir byggingaverktaka

61
0

Óskum eftir að ráða verkstjóra til starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Starfið felst í stýringu verkefna og mannafla á vinnustöðum fyrirtækisins.

Fyrirliggjandi verkefni eru við uppsteypu, uppsetningu og frágang einingahúsa úr timbri að utan og innan, ásamt þakvinnu og öðrum tilfallandi verkefnum.

Verkstjóri ber einnig ábyrgð á daglegu verkbókhaldi vinnustaða/r, útfyllingu á dagskýrslum, umsjón með aðföngum ásamt daglegum samskiptum við verkkaupa á verkstað.

Hæfniskröfur

Iðnréttindi

Reynsla af stjórnun verkefna og mannafla

Tölvukunnátta er kostur.

—————————————————————————————————

Óskum eftir að ráða húsasmiði og verkamenn til ýmissa verkefna á hörfuðborgarsvæðinu.

Mótavinna, uppsetning timbur/steyptra einingahúsa ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Hæfniskröfur

Iðnréttindi eða amk 5 ára reynsla.

Krana og vinnuvélaréttindi kostur

Hægt er að sækja um á heimasíðu okkar www.ogsynir.is  eða með tölvupósti á ogsynir@ogsynir.is

Previous articleOpnun útboðs: Vestmannaeyjahöfn. Skipalyftukantur, þekja og lagnir 2021
Next article15.08.2021 Verkstjóra óskast með reynslu af uppsteypu til Eyktar