Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýtt fjölbýlishús að rísa við Vallholt á Akranesi

Nýtt fjölbýlishús að rísa við Vallholt á Akranesi

151
0
Búið er að reisa neðri hæð hússins. Ljósm. vaks.

Framkvæmdir eru komnar vel í gang með byggingu nýs fjölbýlishúss á reitnum þar sem Vesturgata og Vallholt mætast á Akranesi en lóðin telst vera Vallholt 5 samkvæmt skipulagi.

Þarna byggir Sóltún ehf. 12 íbúða fjölbýlishús. Neðri hæð hússins er nú risin en hún er byggð úr forsteyptum einingum.

Á þessum bletti var síðast til húsa bakarí sem Ingimar Garðarsson rak en hafði staðið autt í nokkur ár eftir að hann hætti og til að mynda á níunda áratugnum var Bílasala Hinriks þarna í sama húsi.

Heimild: Skessuhorn.is

Previous articleSamkomulag landeigenda Grafar og Vegagerðarinnar
Next articleDeilur ÍAV og 105 Miðborgar fyrir dómstóla