Hótelíbúðir í Herkastalann

Herkastalinn var byggður árið 1916. mbl.is/Árni Sæberg

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur gefið grænt ljós á að Her­kastal­an­um í Kirkju­stræti verði breytt úr gisti­heim­ili í hótel­íbúðir.

Her­kastal­inn er sögu­frægt hús í miðbæ Reykja­vík­ur. Hjálp­ræðis­her­inn rak þar sam­komu- og gisti­hús í eina öld en ekki hef­ur verið starf­semi í hús­inu síðan árið 2017.

Það er fé­lagið Kast­ali fast­eigna­fé­lag ehf., Katrín­ar­túni 2, sem sendi um­sókn­ina til Reykja­vík­ur­borg­ar. Húsið er fjór­ar hæðir og er gert ráð fyr­ir hótel­íbúðum á öll­um hæðum.

Á fyrstu hæð verður ein hótel­íbúð ásamt mót­töku, aðstöðu fyr­ir starfs­fólk og geymsla. Þá verður lyftu komið fyr­ir þar sem nú er suður-stiga­hús. Inn­gang­ur fyr­ir húsið verður sá sami og áður, þ.e. frá Kirkju­stræti.

Breyt­ing­ar ut­an­húss verða þær, auk lyft­unn­ar, að skipt verður um glugga og verða þeir í anda upp­runa­legu glugga húss­ins.

Það var niðurstaða verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa að gera ekki skipu­lags­leg­ar at­huga­semd­ir við er­indið. Vegna sögu húss­ins, sem og skrán­ingu þess sem gisti­húss, sé fyrst og fremst um að ræða nýtt fyr­ir­komu­lag á sams kon­ar rekstri.

Áætluðum há­marks­fjölda gesta fækk­ar úr 95 í 71 miðað við síðasta út­gefna rekstr­ar­leyfi frá júní 2017.

Húsið Kirkju­stræti 2 er bet­ur þekkt sem Her­kastal­inn, eða Kast­al­inn. Húsið er sögu­frægt en það hýsti Hjálp­ræðis­her­inn frá bygg­ingu húss­ins þangað til það var selt árið 2016. Hjálp­ræðis­her­inn hef­ur sem kunn­gt er byggt nýj­an Her­kastala við Suður­lands­braut.

Her­kastal­inn er friðaður

Kirkju­stræti 2 er byggt árið 1916 eft­ir teikn­ing­um Ein­ars Er­lends­son­ar og er fyrsta stór­virki hans í stein­steypu. Eft­ir breyt­ing­arn­ar verður það 4.211 fer­metr­ar. Húsið nýt­ur ald­urs­friðunar og því þurfti að leita leyf­is hjá Minja­stofn­un Íslands.

Stofn­un­in hef­ur heim­ilað breyt­ing­ar á hús­inu, sam­kvæmt upp­drátt­um T.ark frá 8. júní 2021. Breyt­ing á þaki vegna lyftu­stokks hafi ekki áhrif á ásýnd frá götu.

Þá verði end­ur­nýj­un glugga í upp­run­legri mynd mik­il bót fyr­ir út­lit húss­ins og bygg­ingalist. Minja­stofn­un ósk­ar eft­ir að fá teikn­ing­ar af glugg­um til skoðunar og samþykkt­ar þegar þær liggja fyr­ir.

Í árs­lok 2015 tók Hjálp­ræðis­her­inn ákvörðun um að setja Her­kastal­ann á sölu. Nýir eig­end­ur höfðu áform um að breyta hús­inu í hót­el, en þau áform náðu ekki fram að ganga.

Árið 2017 keypti fast­eigna­fé­lagið Heild, sem var á veg­um Gamma verðbréfa­sjóða, eign­ina. Eign­in var enn á ný sett á sölu árið 2019.

Heimild: Mbl.is

Leave a comment