Göngum komið fyrir undir Hafnarfjarðarvegi

Göngin eru langt komin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­kvæmd­ir við Hafn­ar­fjarðar­veg í Garðabæ er nú í full­um gangi, en þær hóf­ust í byrj­un maí sl.

Á meðan vinna stend­ur yfir er um­ferð beint um hjá­leið og hef­ur það, þrátt fyr­ir mikla bílaum­ferð dag­lega, gengið átaka­laust fyr­ir sig.

Þegar ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins átti leið hjá í síðustu viku voru menn við vinnu í nýj­um und­ir­göng­um fyr­ir gang­andi og hjólandi og eru göng­in gerð úr for­steypt­um ein­ing­um.

Heimild: Mbl.is

Leave a comment