Kostar milljarð að breyta húsnæðinu

Húsnæðið hýsti áður verslunina Adam og Evu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ekki spurn­ing að það vant­ar leik­skóla­plass og það eru 700 börn á biðlista en þetta er ein­hvers kon­ar ör­vænt­ing að kaupa þessa hjálp­ar­tækjar­búð og ætla að breyta henni í leik­skóla og stytta sér leið.

Þá kem­ur upp gamla mál­tækið: „Betri er krók­ur en kelda“,“ seg­ir Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Borg­ar­ráð samþykkti í nóv­em­ber síðastliðnum að kaupa hús­næði við Klepps­veg og er mark­miðið að breyta hús­næðinu í leik­skóla fyr­ir 120 til 130 börn bú­sett í Laug­ar­dal og Voga­byggð.

Húsið hýsti áður kyn­líf­stækja­versl­un­ina Adam & Evu en áætlað er að kostnaður­inn við að breyta hús­næðinu í leik­skóla verði 989 millj­ón­ir. Sam­kvæmt frum­kostnaðaráætl­un átti kostnaður­inn að nema 623 millj­ón­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is

Leave a comment