Laugavegsreiturinn á sölu

Fasteignin hýsti áður Tryggingastofnun. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Ríkiskaup óska eftir tilboðum í Laugaveg 114, 116, 118b og Rauðarásstíg 10, sem hýstu áður Tryggingastofnun og Sjúkratryggingar.

Laugavegur 114, 116 og 118b auk Rauðarástígs 10 hafa verið auglýstir til sölu á Ríkiskaupum og óskað er eftir tilboðum í eignina. Fasteignin hýsti áður Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingar.

Reiturinn er 8200 fermetrar og staðsettur á horni Laugavegar og Snorrabrautar við Hlemm. Þá segir að við Hlemmtorg séu „fyrirhugaðar spennandi breytingar sem auka notkunargildi svæðisins.”

Fasteignin var teiknuð af Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt.

Yfirlitsmyndband af húsnæðinu.

Heimild:Vb.is

Leave a comment