Nýtt bílasölusvæði rís við Krókháls 7

Aðgengi að nýja bílasölusvæðinu er bæði frá Krókhálsi og Hesthálsi.

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar að nýju bíla­sölu­svæði að Krók­hálsi 7.

Um er að ræða nýtt og full­komið bíla­sölu­svæði sem mun bjóða upp á gott úr­val af notuðum bíl­um frá öll­um helstu bíla­merkj­um.

Nýja bíla­sölu­svæðið mun bera heitið K7 sem vís­ar í Krók­háls 7.

Þar verða 5 bíla­sölu­hús og hef­ur K7 meðal ann­ars gengið frá samn­ing­um við Öskju – Notaða bíla, Bíla­land BL, Bíla­bank­ann og Bílamiðstöðina.

„Staðsetn­ing­in á nýja bíla­sölu­svæðinu er sér­lega góð á milli Hest­háls, þar sem BL er með sölu og þjón­ustu fyr­ir Jag­ú­ar og Land Rover og Krók­háls, þar sem Bílaum­boðið Askja er til húsa, en Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia og Honda.

Aðgengi á milli Hest­háls og Krók­háls er því aukið sem bæt­ir aðgengi viðskiptaina að fyr­ir­tækj­um á svæðinu.  Í hverf­inu er því að byggj­ast upp miðstöð bílaviðskipta og verður þetta nýja bíla­sölu­svæði góð viðbót við þá flóru sem þegar er staðsett þar,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Hleðslu­stöðvar fyr­ir raf­bíla verða á svæðinu.

Hleðslu­stöðvar og góð lýs­ing

Aðgengi að nýja bíla­sölu­svæðinu er bæði frá Krók­hálsi og Hest­hálsi. Hleðslu­stöðvar verða á svæðinu enda raf­bíla­sala að aukast á kom­andi árum. Full­kom­in lýs­ing er á svæðinu og mikið verður lagt upp úr snyrti­leg­um frá­gangi.

Lóðin er rúm­lega 23 þúsund fer­metr­ar að stærð og gert er ráð fyr­ir 800 stæðum. Það er Arkís sem sér um hönn­un svæðis­ins og gert er ráð fyr­ir opn­un á K7 í haust.

Neimild: Mbl.is

 

 

Leave a comment