Borgin ekki tilbúin að borga

Laugardalsvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir óvissu um fram­lag Reykja­vík­ur­borg­ar til upp­bygg­ing­ar nýs þjóðarleik­vangs í knatt­spyrnu.

Rætt hef­ur verið um að slík­ur leik­vang­ur í Laug­ar­dal gæti kostað um 15 millj­arða.

„Það sem er kannski að koma í ljós er að Reykja­vík­ur­borg virðist ekki til­bú­in að taka á sig þann stofn­kostnað sem leiðir af hlut­deild henn­ar í fé­lag­inu, þótt hún hafi lagt mikið kapp á það í upp­hafi að hafa meiri­hluta.

Það er mik­il­vægt að það liggi fyr­ir að hvaða marki Reykja­vík­ur­borg sér ávinn­ing af því að hafa þjóðarleik­vang í Reykja­vík.

Það er ekki fyr­ir­fram gef­in niðurstaða en við vild­um leggja af stað með verk­efnið í þeirri trú að Reykja­vík­ur­borg legði upp úr því að mann­virkið risi í höfuðborg­inni og í Laug­ar­daln­um.

En það hef­ur ekki feng­ist botn í það sam­tal. Ég hef lagt áherslu á að í millitíðinni séum við að nýta tím­ann til að greina þá val­kosti sem við stönd­um frammi fyr­ir,“ seg­ir Bjarni í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is

Leave a comment