Niður­rif hafið á rústunum við Bræðra­borgar­stíg

Niðurrif á Bræðraborgarstíg eitt hófst loks í dag. Fréttablaðið/Valli

Niður­rif á því sem eftir stendur af húsinu við Bræðra­borgar­stíg 1 hófst í dag, tæpu ári eftir að húsið brann.

Ná­grannar hafa lengi beðið eftir þessum degi eftir að hafa í­trekað kallað eftir því að húsið verði fjar­lægt. Það hafi vakið óhug að horfa upp á rústirnar dag eftir dag.

Bruninn átti sér stað þann 25. júní síðast­liðinn og létust þrjú í brunanum. Síðan þá hefur húsið staðið autt en rann­sóknum vegna brunans er löngu lokið.

Marek Moszczynski var sýknaður af þreföldu manndrápi, tilraun til manndráps og brennu vegna ósakhæfis í síðastliðinni viku.

Síðan þá hefur húsið staðið autt en rann­sóknum vegna brunans er löngu lokið.

Ljóst er að húsið er gjör­ó­nýtt og verður ekki bjargað en það hefur verið af­girst síðustu mánuði til að koma í veg fyrir að al­menningur flækist þar inn.

Í­búar í grennd við húsið hafa iðu­lega bent á að það stafi hætta af því að börn séu að laumast inn í húsið. Þá sé hætta á að rústirnar hrynji án við­vörunar.

Skjáskot af : Frettabladid.is

Heimild: Frettabladid.is

Leave a comment