Bíldudalur: Framkvæmdir hefjast við 10 íbúða fjölbýlishús

Mynd: BB.is

Í síðustu viku var tekin fyrsta skóflu­stunga að 10 íbúða fjöl­býl­is­húsi við Hafn­ar­braut 9 á Bíldudal.

Um er að ræða bygg­ingu Bæjar­túns ehf. á 4 íbúðum með stofn­fram­lögum ríkisins og Vest­ur­byggðar, en sveit­ar­fé­lagið leggur 13,4 millj­ónir í stofn­framlag til verk­efn­isins.

Fjórar íbúðir eru byggðar af Nýja­túni leigu­fé­lagi ehf. og 2 íbúðir byggðar af Hrafnshól ehf.

Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins.

Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Friðbjörg Matthíasdóttir bæjarfulltrúi og Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri ásamt Sigurði Garðarssyni fyrir hönd Bæjartúns, Nýjatúns og Hrafnshóla tóku fyrstu skóflustunguna.

Mynd: BB.is

Íbúðirnar eru 2ja og 3ja herbergja íbúðir, 51 m2 og 76 m2.

Framkvæmdir munu hefjast á næstu vikum. Hluti þeirra íbúða sem byggðar verða eru þegar komnar á sölu, en íbúðunum er skilað fullbúnum með helstu tækjum í eldhúsi og gólfefnum.

Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í Vesturbyggð og er bygging þessara 10 íbúða mikilvægt skref til að bregðast við þeirri miklu íbúafjölgun sem orðið hefur verið, en íbúar í Vesturbyggð eru nú 1.100 talsins.

Heimild: BB.is

 

Leave a comment