22.06.2021 Rauðhóll, endurnýjun á eldhúsi

Mynd: Reykjavíkurborg

F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni:

Rauðhóll, endurnýjun á eldhúsi, útboð nr. 15238

Verkið skiptist í tvo áfanga sem vinnast hver af öðrum.

Fyrri áfangi eru framkvæmdir við lokun og fullnaðar frágangur á inngarði leikskólans. Afurðin er stækkun á sal leikskólans.

Annar áfangi vinnst í beinu framhaldi af stækkun salarinns. Um er að ræða stækkun á eldhúsi fyrir leikskólann.

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 14:00 þann 8. júní 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is 

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 22. júní 2021.

Leave a comment