25.05.2021 Fífan Knatthús – Endurnýjun lýsingar

Fífan Knatthús

Fífan Knatthús – Endurnýjun lýsingar

Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í endurnýjun lýsingarbúnaðar í Fífunni Knatthúsi við Dalsmára Kópavogi.  Um er að ræða opið útboð. Verkið felst í lýsingar með tilheyrandi stýringum í knattspyrnusal Fífunnar.

Verkinu skal að fullu lokið 27. ágúst 2021.

Útboðsgögn verð afhent rafrænt og skulu þeir, sem óska eftir útboðsgögnum fyrir verk þetta, senda tölvupóst á netfangið utbod@kopavogur.is, frá og með þriðjudeginum 11. maí nk. Í tölvupósti skal koma fram nafn tengiliðs vegna útboðsins, símanúmer, netfang og nafn fyrirtækis.

Eiginlegur opnunarfundur með bjóðendum verðu ekki haldinn, tilboðum ásamt nauðsynlegum gögnum skal skila rafrænt (tölvupóstur) á póstfangið utbod@kopavogur.is fyrir  kl. 11:00 þriðjudaginn 25.maí 2021. Niðurstöður opnunar verða sendar þeim aðilum sem skila inn tilboðum.

Leave a comment