Varnarvirki fyrir yfir tvo milljarða

Ljósmynd/Sigurður Hlöðversson

Áætlað er að á veg­um of­an­flóðasjóðs verði fram­kvæmt fyr­ir ríf­lega tvo millj­arða króna í ár við varn­ir vegna snjó- og aur­flóða.

Varn­irn­ar eru af ýms­um toga, en meðal ann­ars verður unnið við mann­virkja­gerð á Pat­reks­firði, í Nes­kaupstað, Sigluf­irði, Flat­eyri, Seyðis­firði og Eskif­irði.

Á Fífla­dala­svæði í Hafn­ar­fjalli fyr­ir ofan Siglu­fjörð verður haldið áfram og lokið upp­setn­ingu upp­taka­stoðvirkja.

Ný­lega voru opnuð til­boð í fram­kvæmda­hluta verks­ins og átti Köf­un­arþjón­ust­an lægsta til­boð upp á tæp­lega 853 millj­ón­ir króna. Kostnaðaráætl­un vegna verk­taka­vinn­unn­ar var upp á rúm­lega millj­arð, en alls bár­ust fjög­ur til­boð í verkið.

Miðað er við að fram­kvæmd­irn­ar á Sigluf­irði standi í fjög­ur ár.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Haf­steins Páls­son­ar, verk­fræðings í um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­inu, verða stærstu ein­stöku verk­efni sjóðsins í ár á Pat­reks­firði og í Nes­kaupstað, þar sem á hvor­um stað verður unnið fyr­ir yfir 400 millj­ón­ir króna.

Á Pat­reks­firði verður unnið við varn­argarða vest­ast í bæn­um og er um að ræða fram­hald á verk­efn­um síðustu ára.

Í Nes­kaupstað er vinna í gangi við keil­ur og fleira und­ir Urðar­botni og Sniðgili, en varn­argaður þar er að mestu kom­inn.

Á Flat­eyri hef­ur upp­setn­ing snjóg­irðinga á litl­um kafla á Eyr­ar­fjalli verið boðin út og er um til­rauna­verk­efni að ræða. Þá er verið að und­ir­búa frek­ari aðgerðir á Flat­eyri.

Fram­kvæmd­ir og frum­at­hug­un

Á næst­unni verður gerð varn­argarðs við Öld­una og Bakka­hverfi í norðan­verðum Seyðis­firði boðin út og ættu fram­kvæmd­ir að geta haf­ist síðla sum­ars.

Frum­at­hug­un á því hvað gert verður í fram­haldi af aur­flóðunum í Seyðis­fjarðarbæ í vet­ur ætti að liggja fyr­ir í sum­ar­byrj­un.

Þegar hún ligg­ur fyr­ir verður tek­in ákvörðun um hvað gert verður til að verj­ast aur- og snjóflóðum og síðan tek­ur við mat á um­hverf­isáhrif­um, hönn­un og fleiri þætt­ir. Of­an­flóðasjóður hef­ur und­an­farið komið að bráðavörn­um í Seyðis­firði í kjöl­far at­b­urða vetr­ar­ins.

Við Lamb­eyr­ará á Eskif­irði verður í ár unnið að krapa­flóðavörn­um og er það fjórði ár­far­veg­ur­inn sem unnið er að í bæn­um.

Haf­steinn seg­ir að fjár­veit­ing til of­an­flóðasjóðs hafi verið hækkuð um 1.600 millj­ón­ir króna frá síðasta ári í tæpa 2,7 millj­arða. Vegna seink­un­ar á nokkr­um verk­efn­um í fyrra hafi fjár­magn verið flutt á milli ára þannig að sjóður­inn hafi rúm­lega þrjá millj­arða til ráðstöf­un­ar í ár.

Hann reikn­ar með að kostnaður við fram­kvæmd­ir árs­ins verði 2,2-2,4 millj­arðar, en auk sjálfra fram­kvæmd­anna fari fjár­magn í ýms­an und­ir­bún­ing svo sem hættumat, frum­at­hug­an­ir, mat á um­hverf­isáhrif­um, hönn­un og rann­sókn­ir.

Í vik­unni svaraði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is- og auðlindaráðherra fyr­ir­spurn frá Lilju Raf­n­eyju Magnús­dótt­ur um aðgerðir í kjöl­far snjóflóða. Í svar­inu kem­ur meðal ann­ars fram að rat­sjá sem var á Skolla­hvilft­arg­arðinum á Flat­eyri eyðilagðist í snjóflóðinu í janú­ar í fyrra og hef­ur hún verið end­ur­nýjuð.

Í skrif­legu svari ráðherra seg­ir: „Í byrj­un mars 2021 var á Flat­eyri sett upp í rann­sókn­ar­skyni nýj­asta kyn­slóð snjóflóðarat­sjár til þess að kanna hversu vel slíkt tæki get­ur nýst við snjóflóðavökt­un á Flat­eyri og Hvilft­ar­strönd.

Þessi teg­und rat­sjáa get­ur séð mun stærra svæði en áður og greint flóð úr nokkr­um snjóflóðafar­veg­um. Einnig get­ur rat­sjá­in greint staðsetn­ingu og stærð snjóflóðanna.

Rat­sjá­in gagn­ast hugs­an­lega í ör­yggis­viðbúnaði vegna snjóflóðahættu á Flat­eyr­ar­vegi neðan Skolla­hvilft­ar og gilj­anna næst inn­an henn­ar og verður það kannað á næst­unni í sam­vinnu við Vega­gerðina.

Rat­sjár þess­ar­ar gerðar eru víða notaðar er­lend­is til þess að stjórna um­ferð um vegi sem liggja um snjóflóðahættu­svæði.“

Í svar­inu kem­ur einnig fram að próf­un stend­ur yfir á tölvu­líkani sem er ætlað að herma snjóflóð sem lenda á varn­ar­görðum. Áformað er að nýta líkanið við end­ur­mat á hættu und­ir sex leiðigörðum á land­inu síðar á þessu ári, þ.m.t. á Flat­eyri.

Líkanið kann einnig að gagn­ast við mat á virkni keilna sem koma til greina til þess að hægja á snjóflóðum áður en þau lenda á leiðigörðunum á Flat­eyri.

Aðvör­un­ar­ljós sett upp

Á síðasta ári var unnið að end­urupp­bygg­ingu og styrk­ingu mæla­kerf­is á Flat­eyri. Sett­ir voru upp sjálf­virk­ir snjó­dýpt­ar­mæl­ar á tveim­ur stöðum ofan Flat­eyr­ar síðastliðið haust.

Á Flat­eyri hef­ur verið ráðinn snjó­at­hug­un­ar­maður í fast 25% starfs­hlut­fall, en áður var þar snjó­at­hug­un­ar­maður á tíma­kaupi, og á Suður­eyri hef­ur nú í fyrsta sinn verið ráðinn snjó­at­hug­un­ar­maður.

Ísa­fjarðarbær hef­ur sett upp aðvör­un­ar­ljós í höfn­un­um á Flat­eyri og Suður­eyri sem lög­regla kveik­ir á þegar tal­in er hætta á flóðum eða flóðbylgj­um. Snjóflóðavakt Veður­stof­unn­ar met­ur aðstæður í sam­ráði við lög­reglu og aðra aðila.

Snjóflóðavakt­fólki á Veður­stof­unni hef­ur verið fjölgað úr sex í níu, að því er fram kem­ur í svar­inu.

Heimild: Mbl.is

Leave a comment