Finnur Árnason. Er nýr stjórnarformaður NLSH ohf. sem stendur að byggingu Nýs Landspítala

Á mynd: Finnur Árnason, Dagný Brynjólfsdóttir og Sigurður H. Helgason í stjórn NLSH ohf.

Á hluthafafundi NLSH, sem haldinn var nýlega, urðu þær breytingar að Erling Ásgeirsson lét af stjórnarformennsku í félaginu eftir fimm ára setu.

Í ræðu sinni á fundinum fór Erling yfir það helsta í hans formennskutíð. Fjallaði hann um fjölmarga þætti í innra og ytra skipulagi félagsins, verkefnastöðu, tækifæri og hindranir, erfiðleika og lausnir.

Erling færði þakkir til allra sem að félaginu og verkefninu koma, nær og fjær með ítrekaðir þakkir fyrir gott samstarf og óskaði öllum allra heilla í komandi verkefnum.

Framkvæmdastjóri félagsins, Gunnar Svavarsson, færði Erling blómvönd með kveðju frá félaginu og starfsmönnum þess með þakkir fyrir öfluga forystu og góða samvinnu á umliðnum árum.

Á mynd: Erling Ásgeirsson og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH

Erling og fjölskyldu hans var óskað alls hins besta á komandi árum og um leið boðað að Erling muni með einum og öðrum hætti geta fylgst með störfum félagins á málstofum og öðrum viðburðum.

Forstjóri Landspítala, Páll Matthíasson, þakkaði einnig félaginu og starfsmönnun þess, stjórn og Erling fráfarandi stjórnarformanni fyrir mjög góða samvinnu.

Jafnframt gat Páll þess að innleiðing stýrihópsins sé verkefninu til framdráttar en stýrihópurinn var settur á laggirnar til að hafa heildaryfirsýn yfir málefni Landspítalaverkefnisins.

Einnig þakkaði Sigurður H. Helgason, sem situr í stjórn NLSH, Erling fyrir góða samvinnu í stjórn félagsins.

Formaður stýrihópsins, Unnur Brá Konráðsdóttir, þakkaði einnig fyrir fyrir góðan fund og Erling fyrir góða samvinnu og skilvirka úrvinnslu verkefna.

Nýkjörinn stjórnarformaður félagsins ,Finnur Árnason“ ég þakka traustið sem mér er sýnt og þakka Erling Ásgeirssyni fyrir hans störf og ég mun fylgja eftir þeim leiðarlínum sem hann hefur markað að eiga farsælt samstarf við stjórn, ráðuneyti, stýrihóp, starfsmenn og aðra hagaðila.

Það er eftirvænting til staðar varðandi þau verkefni sem eru fram undan hjá NLSH“, segir Finnur.

Heimild: NLSH.is

Leave a comment