Reisa 2.100 fer­metra ný­bygg­ingu við FB

Fjöl­brauta­skól­inn í Breiðholti tek­ur vaxt­arkipp með ný­bygg­ing­unni. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Rúm­lega 2.100 fer­metra ný­bygg­ing á að rísa við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti (FB).

Áætlaður stofn­kostnaður vegna bygg­ing­ar­inn­ar nem­ur 1.058 millj­ón­um kr. og skipt­ist svo, að rík­is­sjóður greiðir 60% en Reykja­vík­ur­borg 40%.

Verður þetta gert sam­kvæmt samn­ingi sem Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, og Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur und­ir­rituðu í gær.

Frá und­ir­rit­un samn­ings­ins í gær. Ljós­mynd/​Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið
„Þetta verður bylt­ing fyr­ir nem­end­ur og kenn­ara Fjöl­brauta­skól­ans í Breiðholti, mark­miðið er að hér rísi fyr­ir­mynd­araðstaða til kennslu, meðal ann­ars í raf­virkj­un og húsa­míði.
Það er ánægju­legt að geta stuðlað að svo mik­il­vægri upp­bygg­ingu í góðri sam­vinnu. Það er mitt hjart­ans mál að við efl­um iðn- og starfs­mennt­un í land­inu og til þess þurf­um við góða aðstöðu og skýra sýn til framtíðar.
Ég óska skól­an­um til ham­ingju með þenn­an áfanga og hlakka til að fylgj­ast með fram­kvæmd­un­um,“ er haft eft­ir Lilju í til­kynn­ingu um málið.
Heimild: Mbl.is

Leave a comment