18.05.2021 Vogabyggð 2. Drómundarvogur suður – Gatnagerð og lagnir

Mynd: Reykjavíkurborg

F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni:

Vogabyggð 2. Drómundarvogur suður – Gatnagerð og lagnir, útboð nr. 15198

Lauslegt yfirlit yfir verkið

Stutt lýsing á framkvæmd

Verkið felst í jarðvegsskiptum undir nýja götu í suðurhluta Drómundarvogs, endurnýjun fráveitu, yfirborðsfrágangur, götulýsing og gróður.
Helstu verkþættir

  • Jarðvinna
  • Yfirborðsfrágangur
  • Gróður
  • Fráveita
  • Götulýsing

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 14:00 þann 4. maí 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:30, 18. maí 2021.

Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, sjá má niðurstöðu á vefslóðinni https://reykjavik.is/opnun-tilboda-2021

Leave a comment