18.05.2021 Vestmannaeyjahöfn: Skipalyftukantur, þekja og lagnir 2021

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjahöfn óskar eftir tilboðum í verkið „Vestmannaeyjahöfn: Skipalyftukantur, þekja og lagnir 2021“.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

  • · Rífa rafbúnaðarhús, taka upp malbik og steypta þekju.
  • ·Leggja regnvatnslagnir, niðurföll, brunn, vatnslagnir og  ídráttarrör fyrir rafmagn.
  • ·Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypta þekju og malbik 1900 m².
  • · Steypa undirstöður fyrir ljósamastur og spil.
  • · Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 1100 m².
  • · Malbika um 800 m².
  • · Koma fyrir rafmagnskössum og vatnsbrunnum á bryggjunni.

 

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. september  2021.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með fimmtudeginum  29. apríl 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. maí 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leave a comment