Stórt hót­el reist á þrem­ur dög­um

Hót­elið nær full­reist í Reyk­holti. Ljós­mynd/​Jó­hann Guðni Reyn­is­son

Það tók verk­taka þrjá vinnu­daga að reisa 40 her­bergja hót­el, alls um 1.500 fer­metra að stærð, í Reyk­holti í Blá­skóga­byggð. Hót­el­her­berg­in komu til­bú­in í ein­ing­um frá Nor­egi og fólst reis­ing­in í að raða þeim upp.

Fyr­ir­tækið Stök gul­rót ehf. bygg­ir hót­elið sem nefnt verður Blue Hót­el Fagri­lund­ur. Fimm­tíu ein­ing­ar eru í hót­el­bygg­ing­unni.

Þær koma til­bún­ar frá Moel­ven í Nor­egi og eru sett­ar upp á und­ir­stöður sem fyr­ir nokkru var lokið við að byggja.

Sér­stakt skip flutti ein­ing­arn­ar til Þor­láks­hafn­ar og þaðan var þeim ekið upp í Reyk­holt.

„Verkið tók þrjá vinnu­daga. Við byrjuðum klukk­an átta á mánu­dags­morgni og luk­um upp­setn­ing­unni klukk­an átta á miðviku­dags­kvöldi,“ seg­ir Jó­hann Guðni Reyn­is­son, fram­kvæmda­stjóri Stakr­ar gul­rót­ar ehf. í um­fjöll­un um hót­el­bygg­ingu þessa í Morg­un­blaðinu í dag.

Já­verk annaðist flutn­ing­inn og reis­ing­una ásamt 1001 verki ehf. sem svo sér um frá­gang bygg­ing­ar­inn­ar að inn­an og utan.

Heimild: Mbl.is

Leave a comment