Aust­ur­völl­ur fær nýja ásýnd

Vegg­ur­inn við Aust­ur­stræti vík­ur fyr­ir mann­líf­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Veg­far­end­ur við Aust­ur­völl hafa ef­laust tekið eft­ir því að hlaðnir vegg­ir við torgið hafa verið tekn­ir niður. Í stað þeirra verður hellu­lagt og blóma­beðum komið fyr­ir.

Pawel Bartoszek, borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar og staðgeng­ill for­manns skipu­lags- og sam­gönguráðs, seg­ir að hug­mynd­in um að opna bet­ur inn á torgið hafi reglu­lega komið upp og nú hafi hún loks­ins orðið að veru­leika.

Í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu  seg­ir hann að upp­runa­lega hafi vegg­irn­ir verið hlaðnir til að skýla Aust­ur­velli fyr­ir um­ferð bíla í gegn­um Vall­ar­stræti. Lokað hef­ur verið fyr­ir um­ferð í gegn­um Vall­ar­stræti í ára­tugi og ekki er stefnt að því að opna fyr­ir hana aft­ur. Vegg­irn­ir hafa því staðið í ákveðnu til­gangs­leysi við torgið lengi.

Heimild: Mbl.is

Leave a comment