10.000 eldisker í hrogna­húsi í Vog­un­um

Í nýju hrogna­húsi Bench­mark Genetics Ice­land verða 10 þúsund fimm lítra eldisker. Mynd/​Bench­mark Genetics Ice­land

Bygg­ing nýs hrogna­húss við lax­eld­is­stöð Bench­mark Genetics Ice­land (áður Stofn­fisks) í Vog­un­um á Reykja­nesi hef­ur farið vel af stað og fram­kvæmd­ir gengið hratt en fyrsta skóflu­stunga var tek­in í nóv­em­ber. Húsið mun auka fram­leiðslu­getu á laxa­hrogn­um um­tals­vert, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Mynd/​Bench­mark Genetics Ice­land

Þar seg­ir að hrogna­húsið verði tekið í notk­un í haust og fyrstu hrogn­in verði lögð inn um miðjan júní. Í hús­inu munu vera 10 þúsund 5 lítra eldisker sem hvert fyr­ir sig þrosk­ar hrogn und­an einni hrygnu og er gert ráð fyr­ir að fram­leiðslu­geta nýja húss­ins verði yfir 300 millj­ón­ir laxa­hrogna á ári.

Útvegg­irn­ir eru komn­ir á sinn stað. Ljós­mynd/​Bench­mark Genetics Ice­land

„Nýja hrogna­húsið trygg­ir að hin vin­sælu kyn­bættu laxa­hrogn fyr­ir­tæk­is­ins verði að bestu gæðum svo og ein heil­brigðustu hrogn í heim­in­um í dag sem hægt er að af­henda all­ar vik­ur árs­ins út um all­an heim.

Und­an­far­in miss­eri hef­ur áhugi á lax­eldi á landi auk­ist gíf­ur­lega og erum við að búa okk­ur und­ir að geta annað eft­ir­spurn á þeim markaði úti um all­an heim,“ seg­ir dr. Jón­as Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Bench­mark Genetics Ice­land.

Jón­as Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Bench­mark Genetics Ice­land. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Ljós­mynd/​Bench­mark Genetics Ice­land

Heimild: Mbl.is

Leave a comment