28.04.2021 Gullborg Leikskóli – Endurgerð og viðbygging

Mynd: Reykjavíkurborg

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

Gullborg Leikskóli – Viðbygging og endurgerð, útboð nr. 15161

Verkið fellst í viðbyggingu og endurskipulagi eldra húss.

Byggja á nýtt anddyri við núverandi anddyri. Þar verður m.a. aðstaða fyrir yfirhafnir barna.

Einnig á að breyta veggjum í hluta hússins. Starfsmannarými færist í austur hluta húss og gerð ný ungbarnadeild.

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:00 þann 12. apríl  2021.

Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 28. apríl 2021.

Leave a comment