16.04.2021 Skógahverfi 3.áfangi A – Gatnagerð og lagnir

Mynd: Skessuhorn.is

Akraneskaupstaður í samvinnu við Veitur ohf., Gagnaveita Reykjavíkur og Míla ehf., óskar eftir tilboði í gatnagerð og lagnir í Skógahverfi á Akranesi.

Um er að ræða gatnagerð, stígagerð, götulýsing, og lagningu veitukerfa og fjarskiptalagna í nýbyggingarhverfi.

Nokkrar stærðir í verkinu:
– Gröftur 29.000 m3
– Fylling 43.000 m3
– Fráveitulagnir 1.200 m
– Kaldavatnslagnir 1.050 m
– Hitaveitulagnir 1.350 m

Útboðsgögn eru einungis afhent á stafrænu formi, með því að senda tölvupóst á netfangið akranes.utbod@mannvit.is, þar sem fram kemur nafn bjóðanda ásamt netfangi, nafni og símanúmeri tengiliðs.

Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 16. apríl 2021 kl. 11:05.

 

Leave a comment