Home Fréttir Í fréttum Vilja hönn­un­ar­sam­keppni um laug í Foss­vogi

Vilja hönn­un­ar­sam­keppni um laug í Foss­vogi

76
0
Frá Laug­ar­dals­laug. Nú er horft til þess að reisa laug í Foss­vogi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur og Ármann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri Kópa­vogs leggja til að samþykkt verði að hald­in verði hönn­un­ar- og skipu­lags­sam­keppni um sund­laug í Foss­vogs­dal.

Til­laga þar að lút­andi var lögð fyr­ir borg­ar­ráð Reykja­vík­ur og bæj­ar­ráð Kópa­vogs í morg­un.

Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu seg­ir að Foss­vogs­laug myndi bæt­ast í flóru þeirra al­menn­ings­sund­lauga sem þegar sé starf­rækt­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Áhersla verði lögð á um­hverf­i­s­væna hönn­un og fram­kvæmd sund­laug­ar­inn­ar með vist­væn­um út­færsl­um, þar með talið græna fjár­mögn­um bygg­ing­ar­inn­ar.

Aðstæður í dag styðji vel við hug­mynda­fræðina

„Aðkoma að Foss­vogs­laug verður einkum fyr­ir gang­andi og hjólandi og verða bíla­stæði laug­ar­inn­ar ein­ung­is fyr­ir fatlað fólk og fyr­ir aðföng. Þá verður sund­laug­in nýtt fyr­ir skóla­sund nær­liggj­andi skóla í Reykja­vík og Kópa­vogi.

Bæj­ar­stjóri  og borg­ar­stjóri hafa fundað með yf­ir­mönn­um skipu­lags- og um­hverf­is­mála í sveit­ar­fé­lög­un­um um staðsetn­ingu laug­ar­inn­ar sem verður sam­eig­in­legt verk­efni Kópa­vogs og Reykja­vík­ur. Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs mun taka málið fyr­ir á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar, þriðju­dag­inn 23.mars.

Bent er á á að aðstæður í dag styðja vel við græna hug­mynda­fræði sund­laug­ar­inn­ar, hjól­reiðar hafa auk­ist veru­lega og unnið er að betri al­menn­ings­sam­göng­um með Borg­ar­línu. Gera má því ráð fyr­ir að sund­laug­in verði vin­sæl hjá úti­vistar­fólki, auk þeirra sem búa í nær­liggj­andi hverf­um við Foss­vogs­dal.“

Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Tíma­bært að stíga næstu skref

Fyr­ir­huguð hönn­un­ar­sam­keppni verði unn­in í sam­ráði við Arki­tekta­fé­lag Íslands.

Ármann seg­ir að hug­mynd­in sé spenn­andi. Hann eigi von á því að bæj­ar­stjórn Kópa­vogs taki til­lög­unni vel.

„Hug­mynd­in er ekki ný af nál­inni og því tíma­bært að stíga næstu skref. Græn­ar áhersl­ur eru í takt við tím­ann og sund­laug­in  yrði áreiðan­lega mjög vin­sæl meðal úti­vistar­fólks og auka lífs­gæði íbúa í ná­grenn­inu fyr­ir utan að vera nauðsyn­leg viðbót fyr­ir skóla­sund,“ er haft eft­ir Ármanni.

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Dæmi um tíma­móta­sam­starf

Dag­ur seg­ir það gríðarlega já­kvætt að taka þessi sam­eig­in­legu skref varðandi út­færslu og hönn­un Foss­vogs­laug­ar í hjarta Foss­vogs­dals.

„Þetta er líka dæmi um tíma­móta­sam­starf sveit­ar­fé­lag­anna Reykja­vík­ur og Kópa­vogs. Eng­in dæmi eru um sam­eig­in­lega bygg­ingu og rekst­ur sund­lauga á land­inu. Ég er sann­færður um að þetta geti orðið al­gjör perla. Stefn­an er að all­ir Reykja­vík­ing­ar búi í auðveldu göngu- eða hjóla­færi frá al­menn­ings­sund­laug,“ er haft eft­ir Degi.

„Það gild­ir alls staðar með þeirri und­an­tekn­ingu að það á ekki við um íbúa í Foss­vogs- og Bú­staðar­hverfi. Foss­vogs­laug mun breyta því.

Reykja­vík og Kópa­vog­ur hafa mik­inn metnað til að byggja þessa sund­laug með græn­um áhersl­um, bæði í upp­bygg­ingu og í rekstri og er stefn­an að út­færa hana þannig að hún muni þjóna gang­andi og hjólandi afar vel. Framund­an er metnaðarfull hönn­un­ar­sam­keppni sem við hlökk­um öll til að sjá niður­stöðuna úr.“

Heimild: Mbl.is