Home Fréttir Í fréttum Sérsveitin send í grunn nýja Landspítalans

Sérsveitin send í grunn nýja Landspítalans

432
0
Mynd: Gunnar Jónsson
Sérsveit lögreglunnar var kölluð að grunni nýja Landspítalans fyrir hádegi í dag.
Að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, kom í ljós hluti af dýnamíts-túbu í grunninum þegar unnið var að fínvinnu undirlags fyrir steypuvinnu.
Mynd: Gunnar Jónsson

Talið er að þetta séu leifar frá því að sprengt var fyrir grunninum. Vinna var strax stöðvuð og sprengjusérfræðingar sérsveitarinnar fengnir á staðinn.

Þeir eyddu sprengiefninu á staðnum.

Heimild: Ruv.is