Home Fréttir Í fréttum Átta þúsund íbúðir og þrír grunnskólar í nýju hverfi

Átta þúsund íbúðir og þrír grunnskólar í nýju hverfi

211
0
Svona gæti Krossamýrartorg litið út. Við torgið verður menningarhús og fjölbreytt verslun og þjónusta. Fyrir aftan menningarhúsið er almenningsgarður. Mynd: Reykjavíkurborg

Áætlað er að byggja átta þúsund íbúðir og þrjá grunnskóla í Ártúnshöfða og Elliðaárvogi, stærsta þróunar -og uppbyggingarsvæði Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að fyrirhuguð Borgarlína liggi í gegnum mitt svæðið.

Um 20 prósent íbúa verða leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Einnig er gert ráð fyrir að Félagsbústaðir geti átt allt að 5 prósent íbúða. Þetta kemur fram í skipulagstillögum á vef Reykjavíkurborgar.

Sundlaugin við Elliðavoginn. Mynd: Reykjavíkurborg
Góð tengsl við almenningssamgöngur í fyrirhuguðu hverfi. Mynd: Reykjavíkurborg

Hverfið á að verða umhverfisvæn byggð í góðum tengslum við almenningssamgöngur. Miklir möguleikar verða til samgönguhjólreiða, góðra lífsgæða, uppbyggingar íbúða fyrir alla og síðast en ekki síst, grænt og fallegt hverfi.

Yst á svæðinu við Elliðavoginn er gert ráð fyrir sundlaug með heitum og köldum pottum og sjósundsaðstöðu.

Opinn streymisfundur til forkynningar á deiliskipulagsvinnu við Ártúnshöfða og Elliðaárvog  mun fara fram fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi milli kl. 17 – 18.30.

Hér má sjá yfirlit yfir skipulagssvæðið: Svæði 1 og 2 eru afmörkuð með rauðri brotinni línu. Mynd: Reykjavíkurborg

Heimild:Frettabladid.is