Miklar endurbætur á bráðamóttöku á Sjúkrahúsi Akureyrar

Ný og endurbætt bráðamóttaka hefur verið tekin í notkun á Sjúkrahúsi Akureyrar. Jafnframt hefurverið tekið í notkun nýtt forgangsröðunarkerfi sem miðar að bættu flæði og auknu öryggi sjúklinga. Síðast en ekki síst var formlega tekið í notkun nýtt sjúklingavöktunarkerfi inni á bráðamóttöku. Segja má að um byltingu sé að ræða, bæði hvað varðar aðkomu og öryggi skjólstæðinga og ekki síður vinnuaðstöðu starfsfólks.

Miklar vonir eru bundnar við að hið nýja fyrirkomulag auki skilvirkni í starfseminni og stytti biðtíma skjólstæðinga bráðamóttöku.

Heimild: Vikudagur.is

Leave a comment