Framkvæmdir við félagsheimilið Lyngbrekku í Borgarbyggð

Nú eru framkvæmdir í fullum gangi við að klæða félagsheimilið Lyngbrekku að utan með múrkerfi.

Þeir verktakar sem komið hafa að verkinu eru S.Ó. húsbyggingar, E.J.I.,  Múrsmíði og Ó.G. flísalagnir.

Ef tíðarfar verður hagstætt áfram, er farið að hylla undir verklok í þessum áfanga.

Heimild: Borgarbyggð

Leave a comment