Home Fréttir Í fréttum Húsa­vík­ur­kirkja mikið skemmd

Húsa­vík­ur­kirkja mikið skemmd

51
0
Bjarna­hús og Húsa­vík­ur­kirkja eru mik­il­væg hús í bæj­ar­mynd Húsa­vík­ur, bæði teiknuð af Rögn­valdi. Mynd: mbl.is/​Atli Vig­fús­son

Húsa­vík­ur­kirkja, sem vígð var árið 1907, er mikið skemmd og þarfn­ast hún mik­ill­ar viðgerðar.

Ljóst er að til þess þarf mjög mikið fjár­magn og nú velt­ir sókn­ar­nefnd­in vöng­um yfir því hvernig eigi að út­vega fé til kirkj­unn­ar.

Það á einnig við um Bjarna­hús sem nú er safnaðar­heim­ili.

Mik­ill fúi er í turni kirkj­unn­ar og á fleiri stöðum. All­ir þver­bitarn­ir utan á turni kirkj­unn­ar eru orðnir fún­ir, marg­ir skrautlist­ar eru illa farn­ir af fúa, all­ir kross­arn­ir fjór­ir utan á kirkj­unni eru ónýt­ir og einn þeirra er búið að taka niður til þess að smíða eft­ir hon­um.

Hinir þrír gætu ef til vill dottið niður í vondu veðri þar sem þeir eru illa farn­ir, seg­ir Guðberg­ur Rafn Ægis­son kirkju­vörður í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is